Ferðafagnaður verður haldinn í sjötta sinn laugardaginn 18. apríl næstkomandi. Viðburðurinn býður upp á möguleika í nýsköpun og hugmyndaflæði í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

Hugmyndatorg á Höfuðborgarstofu

Hugmyndatorg verður opið milli 15:00 – 18:00 dagana 16. – 20. apríl í glerskálanum fyrir framan Upplýsingamiðstöð ferðamanna, Aðalstræti 2. Þar verða fulltrúar ferðaþjónustunnar* – sem og aðrir áhugasamir íbúar höfuðborgarinnar hvattir til að koma með hugmyndir að nýjungum í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Bæði verður vettvangur til að hittast til skrafs og ráðagerða en eins verður hægt að koma frá sér fullunnum hugmyndum í lokuðu umslagi. Sjá eyðublað.

Hugmyndatorgið verður kynnt um leið og Ferðafagnaðurinn í blöðum, samlesnum auglýsingum á Rúv og í skjáauglýsingum. Einnig er viðburðurinn með heimasíðu: www.ferdafagnadur.is og hóp á Facebook: Hugmyndatorg fyrir ferðaþjónustuna

Hugmyndatorgið verður ávallt mannað starfsfólki Höfuðborgarstofu og fulltrúum ýmissa ferðaþjónustufyrirtækja.

Á Hugmyndatorginu munu fulltrúar einstakra ferðaþjónustufyrirtækja kynna starfsemi sína og boðið verður upp á skapandi umræður í lok kynninga.

*Náttúran.is mun kynna Græna kortið þ. 16.04. kl. 17:30.

Birt:
15. apríl 2009
Höfundur:
Höfuðborgarstofa
Tilvitnun:
Höfuðborgarstofa „Hugmyndatorg á Ferðafagnaði 2009“, Náttúran.is: 15. apríl 2009 URL: http://nature.is/d/2009/04/14/hugmyndatorg-feroafagnaoi-2009/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. apríl 2009
breytt: 15. apríl 2009

Skilaboð: