Changemaker eða Breytendur, ungliðahreyfing Hjálparstarfs kirkjunnar hafa í sumar og haust verið að vekja athygli á þeirri staðreynd að hlýnun jarðar er mannréttindamál. Þar bendum við á að loftslagsvandinn bitnar á raunverulegu fólki en ekki bara ísbjörnum, og að miklu leyti á íbúum þess hluta heimsins sem þegar er verst staddur. Við söfnuðum undirskriftum á götum úti þar sem við sögðumst vilja sjá íslensk stjórnvöld koma tvennu til leiðar: Að fólk sem missir lífsviðurværi sitt fái vanda sinn viðurkenndan og lausnir skilgreindar, og að ráðist verði á rót vandans, útblásturinn sjálfan.

Taka þátt í undirskriftsöfnuninni „Hlýnun jarðar er mannréttindamál“.

Sjá myndskeið af umfjöllun RÚV af gjörningi Breytenda í sumar:

Birt:
4. nóvember 2009
Höfundur:
Breytendur
Uppruni:
Breytendur
Tilvitnun:
Breytendur „Hlýnun jarðar er mannréttindamál!“, Náttúran.is: 4. nóvember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/11/04/hlynun-jaroar-er-mannrettindamal/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: