Tegund bús: Sauðfjárbú og ferðaþjónusta. Fjárhús með sjálffóðrunaraðstöðu.
Opnunartími: Opið alla daga yfir vetrartímann þegar fé er á húsi, frá byrjun desember og fram yfir sauðburð.
Við tökum á móti: Hópum, skólabörnum og einstaklingum á öllum aldri. Góð enskukunnátta, norðurlandamál og hollenska.
Leiðsögn: Tekið er á móti gestum og leiðsögn veitt um búið.
Annað: Gisting allt árið. Stuttar hestaferðir á kvöldin, heitur pottur og silungsveiði í Lóninu fyrir fólk sem gistir. Fallegar gönguleiðir, fjölbreytt fuglalíf.Grænt farfuglaheimili.Málverkasölusýing.


Ytra Lón
681 Þórshöfn

8466448
ytralon@hostel.is
hostel.is/ytralon

Á Græna kortinu:

Umhverfisvæn ferðaþjónusta

Fyrirtæki eða stofnun sem hlotið hefur umhverfisviðurkenningu, starfar undir stefnu Grænna farfuglaheimila, uppfyllir skilyrði umhverfiskerfis Vakans eða er með alþjóðlega umhverfisvottun Earth Check eða Norræna Svaninn.

Opinn landbúnaður

Opinn landbúnaður gefur almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins.

Vottanir og viðurkenningar:

Opinn landbúnaður

Velkomin í sveitina!
Með Opnum landbúnaði gefst almenningi tækifæri á að heimsækja bóndabæi og kynna sér þau störf sem unnin eru í sveitum landsins. Merki Opins landbúnaðar er ekki vottun sem slík heldur merki sem auðkennir öll býlin sem eru í samstarfi við Bændasamtök Íslands undir nafni Opins landbúnaðar. Þau eru þversnið af íslenskum landbúnaði í dag. Allir bæirnir hafa vottorð frá dýralæknum um heilbrigði.
Áður en heimsókn er ákveðin er gott að hafa í huga mismunandi aðstæður á bæjunum, t.d. salernisaðstöðu, möguleika á að tylla sér og snæða nesti og annað þess háttar.
Bændur taka gjald fyrir heimsóknir, mismikið eftir eðli og umfangi þjónustunnar. Í langflestum tilfellum er eingöngu hægt að taka við reiðufé og eru gestir vinsamlegast beðnir að hafa það í huga.

Grænt Farfuglaheimili

Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig Græn farfuglaheimili. Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskilyrði sem tengjast umhverfismálum.

Lögð er áhersla á að hér er ekki um viðurkennda umhverfisvottun að ræða heldur viðmið sem samtökin setja og hafa eftirlit með, með aðstoð frá óháðum aðila.

Skilaboð: