Tegund bús: Kúabú. Nautakjötsframleiðsla. Kornrækt.
Til sölu: Jöklaís – rjómaís úr ríki Vatnajökuls.
Tökum á móti: Hópum og einstaklingum.
Opnunartími árs: 1. apríl til 31. október. Utan þess tíma eftir samkomulagi.
Aðstaða: Á Brunnhól, sem er á sama hlaði, er ferðaþjónusta með gistingu í 20 herbergjum og veitingasölu, þar sem boðið er upp á Jöklaís og aðrar veitingar. Þar má kaupa Jöklaísinn.
Annað: Fjölbreytt ferðaþjónusta og afþreying er í næsta nágrenni.


Brunnhóll á Mýrum
781 Höfn í Hornafirði

Á Græna kortinu:

Matur úr héraði

Matur sem er ræktaður og unninn í nágrenni. Ekki endilega vottuð lífræn framleiðsla nema slíkt sé tekið sérstaklega fram.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Vottanir og viðurkenningar:

Í Ríki Vatnajökuls WOW!

Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasi Suð-Austurlands. Hlutverk klasans er markaðssetning svæðisins með áherslu á veturinn, vöruþróun og uppbyggingu á innviðum og samstarfi. Markmið er að bæta nýtingu, afkomu og arðbærni í ferðaþjónustu á Suð-Austurlandi og markaðssetja matvæli og ferðaþjónustuna undir sameiginlegu vörumerki; Í Ríki Vatnajökuls WOW!.

Beint frá býli

Beint frá býli er samvinnuverkefni um sölu afurða beint frá býli bóndans á Íslandi. Markmið verkefnisins er að þróa vörumerki og veita bændum ráðgjöf og stuðning varðandi heimavinnslu og sölu. Einnig að miðla upplýsingum um verkefnið til framleiðenda og neytenda í gegnum heimasíðu verkefnisins. Að verkefninu stóðu; Háskólinn á Hólum, Lifandi landbúnaður, Ferðaþjónusta bænda, Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Impra nýsköpunarmiðstöð.

Félagið „Beint frá býli - félag heimavinnsluaðila“ var síðan stofnað í byrjun árs 2008.

Afurð úr Ríki Vatnajökuls WOW!

Í Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasi Suð-Austurlands. Hlutverk klasans er markaðssetning svæðisins með áherslu á veturinn, vöruþróun og uppbyggingu á innviðum og samstarfi. Markmið er að bæta nýtingu, afkomu og arðbærni í ferðaþjónustu á Suð-Austurlandi og markaðssetja matvæli og ferðaþjónustuna undir sameiginlegu vörumerki; Í Ríki Vatnajökuls WOW!.

Matvælaframleiðendur í klasanum geta merkt framleiðslu sína með þessu upprunamerki; Afurð úr Ríki Vatnajökuls.

Skilaboð: