Náttúrustofa Norðausturlands umsjón

Líkan af sólkerfinu við göngustíg sem liggur vestan byggðar á Höfn.  Líkanið er kvarðað niður meira en 2,1 milljarðfalt en er í réttum stærðar- og fjarlægðahlutföllum. Sólin er staðsett á Óslandshæð en reikistjörnurnar dreifast meðfram stígnum allt að golfvellinum við Silfurnes. Reikistjörnurnar eru mótaðar sem kúlur á enda málmstanga og er stærð þeirra á bilinu 1 mm til 6,5 cm. Þær eru festar á gabbrósteina frá Litlahorni, en auk þess eru upplýsingaskilti við þær allar.  Leiðin frá sólinni að Neptúnusi er 2.8 km á lengd og tekur gangan í heild sinni tæpa klukkustund.

Út frá líkani af sólkerfinu gerir fólk sér frekar grein fyrir smæð jarðarinnar, smæð Íslands og okkar sjálfra. Jörðin er eini staðurinn í okkar sólkerfi þar sem líf þrífst svo líkanið minnir á mikilvægi þess að umgangast náttúruna vel, allt umhverfið og jörðina í heild sinni.


Á Græna kortinu:

Umhverfisfræðsla

Allt frá skipulögðu námi á öllum skólastigum, til einstakra umhverfisfræðslunámskeiða og fyrirlestra ætluðum almenningi.

Gönguleið

Stígur sem fer um sérstaklega áhugaverð svæði og mælt er með. Einnig göngugötur og svæði sem eru sérstaklega vænlegar til göngu og án mótorknúinna ökutækja. Táknið gildir einnig fyrir hlaupabrautir gegnum náttúrusvæði.

Skilaboð: