Eldfimir vökvar og gufur frá þeim, gas, úðaefni og þurrefni.

Dæmi:
Eldsneyti á vélar, eldsneyti á tæki til matseldar, etanól, naglalakkseyðir, flöskur með fljótandi gasi og úðabrúsar sem ganga fyrir fljótandi gasi.

Varúðarreglur:
Forðist hita og loga. Ekki reykja nálægt þessum vörum. Haldið ílátinu vel lokuðu og geymið á köldum og vel loftræstum stað. Mælt er með notkun hlífðarhanska og hlífðargleraugna ef hætta er á að efnið/efnablandan slettist í augu.

Hætta:
Þessar vörur eru sérstaklega eldfimar og í þeim kviknar ef þær komast í snertingu við opinn eld, neista og/eða hita. Skæður eða bráður bruni getur orðið raunin. Sumar vörur gefa frá sér eldfimt gas þegar þær komast í snertingu við vatn eða sjálfkvikna í lofti. Ef eldur kviknar, slökkvið þá með dufti, froðu, koltvísýringi, eldteppum eða vatnsúða. Ekki beina vatni að eldinum því það getur breitt út eldinn. Flytjið vöruna frá hættusvæðinu ef slíkt er mögulegt án áhættu.

Vefsíða: http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/laerdu-ad-thekkja-merkin/haettumerki/

Skilaboð: