Efni eða efnablöndur sem valda húðætingu, alvarlegum augnskaða eða tæra málm.

Dæmi:
Ediksýra, saltsýra, ammóníak, stíflueyðir.

Varúðarreglur:
Klæðist hlífðarhönskum og hlífðargleraugum og forðist innöndun.

Hætta:
Innöndun gufu/úða er ætandi fyrir öndunarveg. Innöndun getur valdið brunatilfinningu í munni og hálsi, ásamt hnerrum, hósta, öndunarerfiðleikum og brjóstverkjum. Kyngir þú vörunni getur það valdið bruna í munni, vélinda og maga. Slíkt veldur sársauka í munni, hálsi og maga og framkallar erfiðleika við kyngingu og blóðug uppköst. Varan hefur húðætandi áhrif og veldur brunaverkjum, roða, blöðrum og brunasárum. Komist efnið í augu getur það valdið alvarlegum brunasárum, sársauka, táramyndun og krömpum í augnlokum. Hætta á alvarlegum augnskaða og sjónmissi.

Vefsíða: http://www.ust.is/einstaklingar/graenn-lifsstill/laerdu-ad-thekkja-merkin/haettumerki/

Skilaboð: