Ljósm. Haustuppskera, Guðrún Tryggvadóttir.Ólafs sögu helga segir frá því að Knútur Danakonungur situr í York á Englandi og vill kalla til erfða í Noregi. Þegar Ólafi berast þær fregnir mælir hann þunglega: „Nú kallar hann til ættleifðar minnar í hendur mér. Kunna skyldi hann hóf að um ágirni sína. Eða mun hann einn ætla að ráða fyrir öllum Norðurlöndum? Eða mun hann einn ...

13. ágúst 2015

Nýuppteknar og hreinsaðar Premium kartöflur. Ljósm. Guðrún Tryggvadóttir.Eggert Ólafsson minnist á kartöflugraut sem geti komið í staðinn fyrir grjónagraut. Hrísgrjón fóru fyrst að flytjast inn um 1750 og vellingur varð strax vinsæll og algeng útákastsmjólkursuða þó hann sé horfinn að miklu leyti nú og hrísgrjónagrautur varð hátíðamatur um jól. Eggert segir um (jarð)eplagraut:

„Hann er svo tilbúinn að eftir að æxlin í hreinu vatni soðna, þá ...

22. október 2014

Hrútaberjalyng (Rubus saxatilis)Hrútaber eru alvillt og farin að láta miklu meira á sér bera. Bæði af því kjarr og skógur hefur aukist og sauðkindin nær ekki að hreinsa láglendisgróðurinn. Þau eru svolítið beisk og því betri með kjöti en með sætindum. Þau fást ekki í verslunum og það gerir þau eftirsóknarverð. Helga Sigurðar telur þau ekki með*, sem sýnir að þau hafi ...

02. ágúst 2014

Bækur eru yndislegt verkfæri, hvort heldur sem er til afþreyingar, til að skilja heiminn sem við lifum í eða menntunar. Menningar- og menntunarstig þjóða er oft metið í leskunnáttu og bókarlestri. Íslendingar eru menningarþjóð sem leggur mikið upp úr lestri og kaupir mikið af bókum sem eftir lestur verða því miður fangar bókahilla í ár eða áratugi. Hvernig væri að ...

Bækur vekja athygli barna mjög snemma. Fyrsta bókin getur verið myndaalbúm með myndum af mömmu, pabba og systkinunum eða harðspjaldabók með einföldum myndum af húsdýrunum. Þessar bækur geta verið tuggðar og plastbækur sognar. Plastmýkingarefni svokölluð þalöt eru vandamál í leikföngum, sérstaklega í mjúku plasti og eru talin sérstaklega skaðleg heilsu barna þar sem þau eru í mörgum tilfellum lík hormónum ...

Þau litlu villtu eru sætust en erfitt að ná miklu af þeim. Stóru jarðarberin eru algengari. Þau vaxa ágætlega hjá okkur, bæði úti, ef þeim er skýlt svolítið, og inni ef þau fá pláss þar. Margir hirða ekki um að klípa af jarðstönglana, sem eru þó taldir draga kraft úr plöntunni. Af jarðstönglunum má auðvitað fá nýjar plöntur en þær ...

27. júní 2013

Hér á Náttúrumarkaði, vefverslun Náttúran.is, er úrval af lífrænum, náttúrulegum og umhverfisvottuðum vörum á boðstólum. Til þess að geta veitt neytendum upplýsingar um umhverfisvænar og heilbrigðar vörur tengist hver vara ítarlegum upplýsingum um innihald, vottanir og endurvinnslumöguleika. Hugmyndin er að þegar að vafrað er um verslunina læri maður hvað merkin þýða með því að renna yfir þau. Þetta á ...

Takið 500 g af gróft niðurrifnum kartöflum með skinni eða án. Reynið að áta vökvann síga sem mest frá jafnvel með því að kreista kartöflurnar létt í hreinum klút. Bætið út í ögn af hveiti og salti svo allt hangi saman. Setjið beikon eða aðra feiti á stóra pönnu. Skellið kartöflumassanum á pönnuna og látið malla ...

20. september 2011

Litlu álfaspilinLitlu álfaspáspilin komu út um Jónsmessuna árið 2009. Þessi einstöku spil eru gerð af Ragnhildi Jónsdóttur myndlistarmanni og spámiðli en Raghnhildur byggir spilin á sambandi sínu við álfheima og íslenska náttúru en Ragnhildur er í þann mund að opna LItla álfahúsið, nýtt álfasetur í Hellisgerði í Hafnarfirði.

Í inngangi í litla bæklingnum sem fylgir stokknum með Litlu álfaspáspilunum segir:

„Á ...

Grænt Reykjavíkurkort er nú komið út í prentútgáfu og er dreifing hafin. Kortið er í stærðinni 100 x 70 cm, brotið í 24 síður. Kortið spannar 35 flokka en á bakhliðinni er veggspjald af Húsinu, með inngangstextum fyrir hvert rými. Græna Reykjavíkurkortið kemur út í 10 þúsund eintökum og verður kortinu dreift ókeypis í borginni. Hafist verður handa við að ...

Árið 2008 var ár kartöflunnar haldið hátíðlegt um heim allan en Sameinuðu þjóðirnar stóðu fyrir átakinu.

Sama ár var 250 ára afmæli kartöfluræktar hér á landi haldið hátíðlegt með ýmsum uppákomum og útgáfum en bókin Blálandsdrottningin og fólkið sem ræktaði kartöflurnar eftir fjöllistakonuna Hildi Hákonardóttur var án efa stærsta og í heimildasögulegum skilningi mikilvægasta útgáfan sem tengdist afmæli karföflunnar á ...

Nú er hægt að panta bókina „Beinar aðgerðir og borgaraleg óhlýðni“ hér í bókadeild Náttúrumarkaðarins og fá senda beint heim. Höfundur bókarinnar er Sigurður Harðarson en Andspyrna gefur bókina út. Bókin er full af skemmtilegum grafík en um útlit og uppsetningu sá Sigvaldi Ástríðarson.

Prentað af Prentlausnum á endurunnin pappír. 

Á baki bókar segir:
Andspyrna við valdbeytingu og óréttlæti er ...

Haustið, hvenær byrjar það? Þegar vötn og lygnar ár verða sterkblá eins og til að endurspegla trega himinsins. Þessi hausttregi minnir á sársætan söknuð konu sem er að eldast og það er gott og lífið er ljúft, en einstöku sinnum stingur upp kollinum endurminning frá munaðarfullum léttleika æskunnar. Þó maður væri heimskur þá – það var eitthvað við það. Um haustjafndægur ...

01. september 2008

Kalkþörf líkamans eykst á meðgöngutímanum, sér í lagi síðustu þrjá mánuðina. Kalk fæst úr mjólk og mjólkurafurðum og svo úr korni, grænu grænmeti, möndlum, sesamfræi, sólkjörnum og fleiru, það kalk ný tist sérlega vel. Ef þú vilt ekki eða getur ekki drukkið venjulega mjólk er til sojamjólk fyrir þá sem fella sig við bragðið, eða þú getur lagað þína eigin ...

Konur ala oft á neikvæðum hugsunum. Þetta geta verið áhrif frá fjölskyldunni á uppvaxtarárunum, frá samfélaginu eða fjölmiðlum. Eitt hið áhrifamesta í þessu sambandi er þín eigin tilfinning fyrir útliti þínu, en það kemur fram í hegðunarmynstri þínu sem foreldri, í daglegum samskiptum og í vinnunni, ekki síst ef þau óbeinu skilaboð sem þú færð minna þig stöðugt á að ...

Ætigarðurinn – handbók grasnytjungsins eftir Hildi Hákonardóttur veflistakonu er stórglæsileg, rúmlega 200 blaðsíður, skreytt ljósmyndum og teikningum eftir höfundinn, bókin er í mjúku bandi, þægileg í notkun.

Um þessar mundir er gríðarlegur áhugi fyrir ræktun og hollum lífsháttum. Þessi bók hittir í mark hjá öllum þeim sem vilja rækta garðinn sinn og hlúa um leið að líkama og sál. Hildur sinnir ...

Skilaboð: