Prentarar eru af margvíslegum gerðum og gæðum, bæði dýrir og ódýrir. Hagkvæmast er að velja prentara sem hentar þínum þörfum og sem prentar báðu megin á pappírinn. Passaðu þig á að fá upplýsingar um prenthylkin áður en þú kaupir prentara. Stundum eru prenthylkin svo dýr og óumhverfisvæn (mikið plast og ekki hægt að fylla á þau) að betra hefði verið ...

Sjónvarpið er hinn mesti tímaþjófur á heimilinu. Það eyðir líka einna mestri raforku.
Nýju flatskjáirnir eyða t.d. gífurlegri orku, miklu meiri en forverar þeirra túpuskjáirnir.

Nokkrar gerðir sjónvarpa eru á markaði í dag, en algengustu sjónvörpin eru Led-sjónvörp. Auk þess eru til NeoPlasma og Oled-sjónvörp. LCD og Plasma voru algengastir áður fyrr og eru enn til á markaði.

Orkunotkun ...

Uppþvottavélin notar mest af orkunni til þess að hita upp vatn. Umhverfisvænstu uppþvottavélarnar nota helmingi minna af vatni en þær vélar sem nota mest af vatni. Þrátt fyrir orkueyðslu uppþvottavélarinnar er í flestum tilfellum umhverfisvænna að nota uppþvottavél en að þvo upp.

Þú eyðir miklu meira magni af heitu og köldu vatni ef þú vaskar upp handvirkt. Auðvitað má þó ...

Hvað varðar orkunotkun þá eyða bæði þvottavélin og þurrkarinn miklu rafmagni. Það skiptir því máli að nota orkunýtna þvottavél. Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið hjálpa okkur að finna orkunýtnustu tækin.

  • Mælt er með því að fjárfest sé í umhverfismerktri þvottavél sem er í orkuklassa A - A+++.
  • Ráðlagt er að nota umhverfismerkt þvottaefni án ilmefna og umhverfismerkt mýkingarefni.
  • Best er ...

Efnisorð:

Grænar síður aðilar

Raftæki

Messages: