Perlukafarinn ehf og REVA kynna REVA L-ion, fyrsta fjöldaframleidda lithium-ion rafmagnsbíl heims

REVA, stærsti rafmagnsbílaframleiðandi í heimi, hefur nú hafið framleiðslu á fyrsta fjöldaframleidda lithium-ion rafmagnsbíl heims, REVA L-ion. REVA L-ion er byggður á nýjustu útgáfu mest selda rafmagnsbíls í heimi, REVA, sem hefur nú verið til sölu á íslandi í rúmt ár. REVA L-ion hefur verið prufukeyrður í meira en tvö ár og hefur 120km drægi á hverri hleðslu. á sama tíma kynnir REVA einnig hraðhleðslustöð sem gerir notendum kleift að hlaða REVA L-ion bílinn sinn upp í 90% hleðslu á aðeins einni klukkustund.

REVA L-ion bílarnir bjóða töluvert aukið drægi, meiri hröðun, styttri hleðslutíma, minni orkunotkun, enn betri virkni í köldu veðri, viðhaldsfríar rafhlöður og lengri líftíma rafhlaðnanna.

Nýja REVA hraðhleðslustöðin notar þriggja fasa rafmagn. Hún er aðallega ætluð fyrirtækjum og stofnunum sem þurfa stöðugan aðgang að bílum sínum yfir daginn.

Það tekur 6 klst. að fullhlaða REVA L-ion með hefðbundnu heimilisrafmagni í stað 8 klst. fyrir REVAi með blýsýrurafhlöðunum og, eins og áður sagði, aðeins eina klukkustund að hlaða ef hraðhleðslustöðin er notuð.

Perlukafarinn ehf hefur fengið leyfi til að taka nú þegar við forpöntunum frá áhugasömum viðskiptavinum, en Reva Norge og Perlukafarinn ehf fá að selja allra fyrstu bílana sem verða framleiddir. Fyrstu pantanir verða afhentar í júlí. þeir sem panta fyrir 1. febrúar 2009 geta fengið að ákveða smáatriði á borð við áklæði og lit bílanna, en eftir 1. febrúar verður eingöngu hægt að velja úr ákveðnum lager, enda bílarnir þá þegar komnir í framleiðslu.

REVA-verksmiðjurnar eru einnig að þróa uppfærslur sem gera núverandi REVAi eigendum kleift að uppfæra bíla sína í lithium-ion kerfið síðar á árinu.

Reva Electric Car Company, RECC, er stærsti rafbílaframleiðandi heims og getur framleitt allt að 36.000 bíla á ári. Höfuðstöðvar þeirra eru í Bangalore á Indlandi.

Perlukafarinn ehf er einkaumboðsaðili fyrir REVA rafmagnsbíla á íslandi. Nánari upplýsingar á perlukafarinn.is/reva

Myndin er af REVA rafmagnsbílnum.
Birt:
7. janúar 2009
Höfundur:
Bragi Þór Valsson
Tilvitnun:
Bragi Þór Valsson „REVA l-ion, fyrsti lithium-ion hlaðni rafmagnsbíllinn á leið til Íslands“, Náttúran.is: 7. janúar 2009 URL: http://nature.is/d/2009/01/07/reva-l-ion-fyrsti-lihtium-ion-hlaoni-rafmagnsbilli/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. janúar 2009

Skilaboð: