Orð dagsins 14. apríl 2008

Brómeruð eldvarnarefni og ýmis flúorsambönd finnast í vaxandi mæli í dýrum á Norðurheimskautssvæðinu, svo sem í ísbjörnum, heimskautarefum, svartbökum, hvítmáfum, ísmáfum og skúmum. Þessi efni eru gjarnan kölluð „nýju eiturefnin“ til aðgreiningar frá t.d. DDT og PCB, sem eru á sama hátt kölluð „gömlu eiturefnin“. Nýju eiturefnin er að finna í ýmsum neysluvörum samtímans, svo sem í tölvubúnaði, teflonhúð og skíðaáburði. Þau geta haft margvísleg skaðleg áhrif, m.a. á frjósemi og ónæmiskerfi dýra. Í skýrslu Norsku heimskautastofnunarinnar (Norsk Polarinstitutt) um þessi mál kemur fram, að á sama tíma og styrkur „nýju eiturefnanna“ fer hækkandi í heimskautadýrum, mælist minna af „gömlu eiturefnunum“.
Lesið frétt á heimasíðu Norsk Polarinstitutt 10. apríl sl.
og frétt á heimasíðu Grønn Hverdag 11. apríl.

Mynd: Séð niður á sjóinn við Látrabjarg. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
14. apríl 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Nýju eiturefnin í sókn“, Náttúran.is: 14. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/14/oro-dagsins-14-april-2008/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. apríl 2008

Skilaboð: