Rafmagn var í fyrsta skipti á Íslandi framleitt úr gróðurhúsagasi föstudaginn 22. janúar á Nýsköpunarmiðstöð Íslands og var rafmagnið notað til að knýja ljósaperur og fartölvu.

Í vetur hafa tveir nemendur í meistaranámi við RES skólann á Akureyri unnið að verkefni á Nýsköpunarmiðstöð undir leiðsögn prófessors Þorsteins I. Sigfússonar eðlisfræðings og forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar. Verkefnið er unnið í náinni samvinnu við sprotafyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) sem notast við vetni og koltvísýring við framleiðslu sína á metanóli á vökvaformi. Í verkefninu var reynt að knýja efnarafala til þess að framleiða rafmagn úr metanólinu.

Metanólið er framleitt hér heima með því að nota vetni úr endurnýjanlegri raforku og tengja það við C02, sem má fá úr jarðhitaborholum eða losun stóriðjunnar. Úr verður grænt metanól sem hægt er að nota á bíla og önnur farartæki og gæti sparað samgöngukerfi eða fiskveiðar mikla orku. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að innlend framleiðsla á metanóli sé góður kostur sem getur komið í stað innflutts metanóls og annars eldsneytis og sparað þar með mikinn gjaldeyri.

Mynd frá NMÍ: Meistaranemarnir Lapinski og Kluska ásamt starfsmönnum CRI og Nýsköpunarmiðstöðvar.

Birt:
28. janúar 2010
Tilvitnun:
Nýsköpunarmiðstöð Íslands „Tímamót í íslenskri orkusögu“, Náttúran.is: 28. janúar 2010 URL: http://nature.is/d/2010/01/28/timamot-i-islenskri-orksogu/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. febrúar 2010

Skilaboð: