Viltu sjá fallegan stað við Þjórsá? Viltu standa hjá landnámsskála frá því fyrir 1000?
Viltu sjá fyrirhugað stíflustæði Heiðarlónsstíflu? Hvað sérðu? Hvað sést ef virkjað verður?
Áhugahópur um umhverfis- og samfélagsmál í Flóahreppi efnir til skoðunar- og fræðsluferða í landi Þjótanda að fornminjauppgreftri á bakka Þjórsár, en fornminjarnar lenda undir Heiðarlónsstíflu fari svo að Urriðafossvirkjun verði að veruleika. Þetta er stutt ganga á árbakkanum en margs að njóta. Vonandi verður líka hægt að selflytja fólk sem ekki getur gengið, á þar til gerðum ökutækjum.

Við uppgröftinn verður miðlað fróðleik um minjarnar sem þar hafa fundist, en sennilega er eitt húsanna sem rannsökuð hafa verið byggt nokkrum áratugum eftir árið 871.
Svo má taka með sér nesti og og njóta þess úti í náttúrunni.

Gengið verður föstudaginn 30. maí, laugardaginn 31. maí og sunnudaginn 1. júní, alla dagana kl. 18:00. Upphaf ferðarinnar er á gömlu brúnni yfir Þjórsá, en til að komast á hana er ekinn vegur merktur Heiðarbær / Skálmholt skammt vestan árinnar og Urriðafossvegar. Allir velkomnir.

Ferðirnar eru farnar á sama tíma og sveitarhátíðin Fjör í Flóa er haldin, en meirihluti undirbúningshóps hátíðarinnar taldi viðburðinn vera pólitískan áróður og hafnaði því að hann fengi að vera með á dagskrá hátíðarinnar.

Myndin er af steinboga við Þjórsá. Ljósmynd: Ólafur Sigurjónsson.
Birt:
23. maí 2008
Tilvitnun:
Áhugahópur um umhverfis- og samfélagsmál í Flóahreppi „Þjótandi á Þjórsárbökkum“, Náttúran.is: 23. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/23/thjotandi-thjorsarbokkum/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: