Prófessor Harald Sverdrup flytur fyrirlestur um alþjóða gullmarkaðinn. Í fyrirlestrinum fjallar hann um það hvernig markaður með hrávöru og góðmálma gengur fyrir sig og hvernig afleiðumarkaðir og spákaupmennska hafa afskræmt markaðskerfin og leitt þannig af sér gríðarlega markaðsáhættu í bankakerfi sem virðist stjórnlaust. Sverdrup mun ræða um stóra samninga og skuldbiningar sem gerðar hafa verið í gulli, silfri og öðrum góðmálmum, en magnið sem um ræðir er ekki til staðar utan ímyndurarafls bankanna. Sverdrup mun sýna fram á hvernig fjármálamarkaðir nútímans, jafnvel eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna, eru úr sambandi við raunveruleikann, og eru algerlega ósjálfbærir, hvort sem litið er á efnahagslega, samfélagslega og náttúruvísindalega þætti.

Um fyrirlesarann

Harald Sverdrup er professor í efnaverkfræði við Háskólann í Lundi í Svíþjóð. Harald hefur unnið við líkanagerð á margbrotnum kerfum í 25 ár, og hefur sérhæft sig í samspilslíkönum umhverfiskerfa í jarðvegsefnafræði og fyrir efnafræðilegan veðrunarhvarfhraða undir feltaðstæðum. Einnig hafur hann þróað kvik kerfislíkön sem meta sjálfbærni í mannlegu samfélagi og náttúrulegum vistkerfum. Evrópska efnamarkþungakerfið var þróað af Sverdrup og hefur það haft áhrif á umhverfisstefnu allra Evrópulanda. Harald er einnig forstjóri og stjórnarformaður K.A. Rasmussen í Noregi, sem er stærsta góðmálafyrirtæki norður Evrópu, Hann hefur verið viðriðinn alþjóðlega gull- og fjármálamarkaðinn í yfir 40 ár.

Birt:
11. apríl 2010
Tilvitnun:
Kristín Vala Ragnarsdóttir „Er gull varaforði til þrautarvara fyrir gjaldmiðla um allan heim?“, Náttúran.is: 11. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/12/er-gull-varafordi-til-thrautarvara-fyrir-gjaldmidl/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 12. apríl 2010
breytt: 13. apríl 2010

Skilaboð: