Marine Stewardship Council eru óháð alþjóðleg samtök sem starfa ekki í hagnaðarskyni og vinna að verndun sjávar og sjávarafurða gegnum vottunarkerfi. Samtökin votta sjávarútgerðir og þær sjávarafurðir sem standast staðla þeirra.
Þessir staðlar og sú aðferðarfræði sem þeir byggjast á tryggja að hver einasti þáttur í framleiðsluferli þeirra sjávarafurða sem eru merktar með MSC merkinu sé rekjanlegur, hafi staðist skoðun og komi upphaflega frá vottaðri, sjálfbærri útgerð.

Vottunarstofan Tún er úttektaraðili fyrir MSC hér á landi.

Sjá nánar á vef MSC.

Birt:
26. apríl 2010
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „MSC - Marine Stewardship Council“, Náttúran.is: 26. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2008/08/15/msc-marine-stewardship-council/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 15. ágúst 2008
breytt: 1. maí 2010

Skilaboð: