Útgáfufyrirtækið Í boði náttúrunnar ætlar í samstarfi við Barnamenningarhátið að bjóða börnum og foreldrum  uppá fjölbreittar, fræðandi og skemmtilega uppákomur í náttúrunni í Kringum Elliðavatnsbæinn í Heiðmörk. Hist verður við bæinn Elliðavatn í Heiðmörk, sunnudaginn 22. apríl, milli kl. 11:00 - 15:00. Allir eru velkomnir á þessa náttúrulegu upplifun!

Elliðavatnsbærinn er í um 10 mínútna akstri frá Árbæ og falleg náttúran er al lt í kring. Gaman er að njóta náttúrunnar þegar gróðurinn er að vakna til lífsins. Við munum vinna út frá elementunum sól, jörð, eldur og vatn:

Sólarklukka
Börnum er kennt að nota og búa til sólarklukkur úr sneiddum trjábolum úr skóginum sem þau taka svo með sér heim.

Gróðurhúsagerð
Við endurvinnum glerkrukkur af öllum stærðum og gerðum og breytum í lítil gróðurhús þar sem nýtt eru efni úr náttúrunni. Krukkur verða á svæðinu en gestum velkomið að koma með sínar eigin krukkur.

Útigrill á hlóðum
Boðið verður upp á grillaðar pylsur í brauðdegi yfir útihlóðum. Gestir grilla á trjágreinum inni í litlu skógarrjóðri. Poppað á hlóðum.

Fjölskylduratleikur
Skemmtilegur og fræðandi fjölskylduratleikur verður í skóginum. Létt 30 mínútna gönguleið um svæðið, og fræðandi spurningum svarað í kjölfarið.

Veiði í Elliðavatni
Börnum yngri en 18 ára er boðið að veiða frítt í Elliðavatni meðan á viðburðinum stendur svo nú er um að gera að dusta rykið af stöngunum og ná sér í beitu. Hægt er fá aflann flakaðan á staðnum og grilla í rjóðrinu ef óskað er.

Birt:
20. apríl 2012
Tilvitnun:
Guðbjörg Gissurardóttir „Náttúruupplifun í boði náttúrunnar“, Náttúran.is: 20. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/20/natturuupplifun-i-bodi-natturunnar/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: