Nú er unnið að endurskoðun á stefnu stjórnvalda um sjálfbæra þróun. Stefnumótunin ber yfirskriftina Velferð til framtíðar 2010-2013. Fyrstu drög voru kynnt á Umhverfisþingi 9. og 10. október þar sem þinggestir tóku virkan þátt í umræðum um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi. Í drögunum er að finna yfirlit yfir helstu lykilverkefni á sviði sjálfbærrar þróunar hér á landi.

Umhverfisráðuneytið óskar nú eftir tillögum frá almenningi sem ný st geta stjórnvöldum við endurskoðun stefnumörkunarinnar. Þær verða að hafa borist í síðasta lagi 1. desember næstkomandi. Hægt er að senda tillögurnar með tölvupósti á postur@umhverfisraduneyti.is eða með bréfi til umhverfisráðuneytisins, Skuggasundi 1, 150 Reykjavík.

Drög að Velferð til framtíðar 2010-2013.

Mynd: Hrund Skarphéðinsdóttir, formaður Framtíðarlandsins flytur erindi sitt á Umhvefisþingi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
23. október 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Óskað eftir tillögum almennings um stefnu um sjálfbæra þróun“, Náttúran.is: 23. október 2009 URL: http://nature.is/d/2009/10/23/oskao-eftir-tillogum-almennings-um-stefnu-um-sjalf/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: