Sól á Suðurlandi og Náttúruverndar- samtök Suðurlands fagna tónleikum Sigur Rósar og Bjarkar sem haldnir verða 28. júní n.k. og framlagi þeirri til náttúruverndar á Íslandi.

Sól á Suðurlandi og Náttúruverndar- samtök Suðurlands vilja þakka Björk fyrir að bera hróður landsins um alla veröld og stuðning hennar við náttúruvernd með því að kolefnisjafna flugferð hennar til landsins.

1000 björkum verður plantað í landi Skaftholts í Gnúpverjahreppi örskammt frá bökkum Þjórsár.
Bjarkirnar munu mynda lund og í honum miðjum verður Sigurrósargarður þar sem Sól á Suðurlandi og náttúruunnendur munu hittast í framtíðinni og fagna sigrum í baráttunni og þeirri rós í hnappagat Íslands sem Þjórsárdalur verður áfram um ókomna tíð.
Með von um að perlum Þjórsárdals og Urriðafossi og laxastofni Þjórsár verði bjargað.

Áhugasamir munu hittast laugardaginn 21. júní kl.14:00 og planta trjánum í landi Skaftholts við Þjórsá. Allir velkomnir. Fólki er bent á að taka með sér nesti og skóflu þeir sem geta.

Myndin er af bænum Skaftholti og umhverfi. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir. 

Birt:
17. júní 2008
Höfundur:
Sól á Suðurlandi
Tilvitnun:
Sól á Suðurlandi „Þúsund bjarkir gróðursettar í Skaftholti“, Náttúran.is: 17. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/17/thusund-bjarkir-grooursettar-i-skaftholti/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: