Þegar frost er farið úr jörðu þarf að bíða þangað til að moldin nær að verða 5-7 stiga heit annars spíra fræin ekki. Sumir setja áburð í beðin á haustin og breiða svart plast yfir, þá hitnar moldin fyrr. Stundum finnast kartöflur frá fyrra ári þegar stungið er upp eða smáfíflar sem hægt er að steikja á pönnu, bæði blöðin og ræturnar. Viðkvæmar plöntur eru forræktaðar inni en harðgerum plöntum eins og gulrótum, vorsalati, hreðkum, dilli og spínati má sá beint út í maí undir akryldúk.

 

Birt:
19. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Gróðursetning“, Náttúran.is: 19. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/14/grursetning/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 14. maí 2007
breytt: 20. maí 2014

Skilaboð: