Aðalfundur Landverndar, haldinn 3. maí 2008 í Norræna húsinu í Reykjavík, skorar á samgönguráðherra að ný r Dettifossvegur verði lagður sem næst núverandi vegi en ekki með Jökulsá, örstutt frá ánni ofan í hamfarahlaupsfarvegi hennar, eins og útboð Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir. Fundurinn leggur líka áherslu á að vegurinn vestan Jökulsár verði ferðamannavegur en framtíðarþjóðleiðin verði lögð austan Jökulsár.

Greinargerð:
Með Jökulsá á Fjöllum eru ummerki eftir stærstu jökulhlaup sem orðið hafa á Jörðinni eftir ísöld. Vegagerðin hefur nú boðið út veg í farvegi hlaupanna ofan Dettifoss. Neðan fossins á vegurinn síðan að fara um Þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum en allt þetta svæði verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Þjóðvegur, byggður fyrir 90 km hraða, þessa leið rþrir mjög gildi svæðisins til náttúruverndar og upplifunar ferðamanna en hins vegar er þörf á vel lögðum ferðamannavegi um svæðið.
Hefð er fyrir því að þjóðvegur liggi austan Jökulsár og allt mælir með að svo verði áfram.
Austan ár er mun auðveldara að sjá Dettifoss og gljúfrin þar sem þau eru mest allt árið um kring og auðveldara að þjóna ferðamönnum en vestan ár.

Birt:
11. maí 2008
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Ályktun um Dettifossveg“, Náttúran.is: 11. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/07/alyktun-um-dettifossveg/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2008
breytt: 11. maí 2008

Skilaboð: