BIM upplýsingalíkön mannvirkjaAð undanförnu hefur rutt sér til rúms ný aðferðafræði við hönnun, byggingu, rekstur og viðhald mannvirkja sem nefnd er BIM, Building Information Modeling en hún byggist á því að allir hlutaðeigandi aðilar verkefnis vinna í sameiginlegu upplýsingalíkani fyrir viðkomandi mannvirki.

Allir aðilar vinna með rafrænar, staðlaðar og samkvæmar upplýsingar. Verktakinn nýtir líkanið á framkvæmdatímanum og við verklok er rekstraraðilanum afhent heildarlíkanið til notkunar við rekstur byggingarinnar.

Sú hugmynd, sem liggur að baki BIM, fellur einkar vel að grunnhugmyndinni sem vistvæn hönnun byggist á og liggur því beint við að þróa þessar tvær aðferðir samhliða. Í báðum tilfellum er lögð áhersla á markvissari vinnubrögð en áður hafa almennt verið viðhöfð á hönnunarstigi og aukið vægi er sett á fjárhagsleg og umhverfisleg viðmið. Þá er ákvarðanataka færð framar í hönnunarferlið en upplýst ákvarðanataka, sem tekin er á fyrstu stigum hönnunar, er afar mikilvæg við að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Sett hefur verið í gang samstarfsverkefni nokkurra aðila í íslenskum byggingariðnaði, sem nefnt er BIM- Ísland.

Nánari upplýsingar er að finna á www.bim.is.

Birt:
18. júní 2010
Uppruni:
BIM - Ísland

Tilvitnun:
Framkvæmdasýsla ríkisins „Upplýsingalíkön mannvirkja - BIM“, Náttúran.is: 18. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/18/upplysingalikon-mannvirkja-bim/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: