Íslenska gámafélagið ehf. býður upp á þjónustu sem felst í því að leggja til tunnu Grænu tunnuna sem sótt á 4 vikna fresti.

Verð á 240 lítra tunnu er 950 kr á mánuði, ef sendur er gíró þá er hann sendur á þriggja mánaða fresti 2850 + seðilgjald.
660 ltr kar kostar 2450 kr. sendur er gíró þá er hann sendur á þriggja mánaða fresti 2850 + seðilgjald.

  • Dagblöð, tímarit, bæklinga og pappa beint í tunnuna
  • Mjólkurfernur í sér poka
  • Niðursuðudósir og smærri málmhluti í sér poka
  • Plastumbúðir í sér poka.
  • Rafhlöður og gler má ekki fara með í Grænu tunnuna.

Ástæða þess að fólk er beðið að setja, mjólkurfernur, málmhluti og plastumbúðir í sér poka er til að hindra að hráefnin skemmist og til að auðvelda flokkun, en hráefnið er handflokkað.

Þar sem hráefnið er handflokkað er ekki æskilegt að setja gler í tunnuna þar sem það getur valdið slysum. Rafhlöður eru flokkaðar sem spilliefni og ætti að meðhöndla sem slík. Þeim ætti alls ekki að henda með öðru sorpi. Þeim á að halda til haga og skila á næstu bensínstöð þar sem þeim verður til eyðingar í spilliefnamóttöku.

Þær plasttegundir sem að mega fara í grænu tunnuna eru með eftirfarandi merkjum:
  1. Polyethylene terephthalate
  2. High-density polyethylene
  3. Polyvinyl chloride
  4. Low-density polyethylene
  5. Polypropylene
  6. Polystyrene

Á flestum plastumbúðum er að finna þríhyrningslaga merki, samskonar og hér til hægri. Af þeim má lesa úr hvaða plastefni hluturinn er framleiddur. Grundvöllurinn til endurvinnslu er að þessar merkingar séu til staðar svo hægt sé að átta sig á um hvaða efni er að ræða. Hver flokkur er svo endurunnin sér og nýttur aftur til plastframleiðslu úr samskonar efni. Séu þessar merkingar ekki til staðar á plastefninu verður það að fara til urðunar samhliða öðru óendurvinnanlegu sorpi.

Sjá nánar á vef Íslenska gámafélagsins.

Birt:
26. febrúar 2008
Tilvitnun:
Íslenska gámafélagið „Græna tunnan“, Náttúran.is: 26. febrúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/02/26/graena-tunnan/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. júlí 2008

Skilaboð: