Þann 9. febrúar sl. úthlutaði Landsvirkjun 56 milljónum króna í styrki til framhaldsnáms og rannsóknarverkefna á sviði umhverfis- og orkurannsókna. Þetta er í fjórða sinn sem úthlutað er úr sjóðnum en markmið hans er að efla rannsóknir á sviði umhverfis- og orkumála.

Fjórir doktorsnemar hlutu styrki að upphæð ein milljón króna og átján meistaranemar hlutu styrki að upphæð 500 þúsund krónur, alls þrettán milljónir.

Þá var 43 milljónum króna úthlutað til rannsóknarverkefna, bæði nýrra verkefna sem og framhaldsstyrkir til verkefna sem þegar hafa verið styrkt.  Alls voru styrkt ellefu ný verkefni og ellefu verkefni hlutu áframhaldandi styrki. Tólf styrkir eru veittir til rannsókna á náttúru og umhverfi, sjö til rannsókna á orkumálum, tveir til vistvæns eldsneytis og tækni sem dregur úr losun kolefnisgasa og einn til minjaverndar.

Sjá nánari upplýsingar um styrkhafa og verkefnin þeirra hér að neðan „meira“:

Til doktorsnáms, ein milljón króna hver:

Ásbjörg Kristinsdóttir verkfræðingur.  Doktorsnemi við verkfræði- og viðskiptafræðideildir Massachusetts Institute of Technology í Bandaríkjunum.

Bjarni Már Magnússon lögfræðingur. Doktorsnemi við Lagaskóla Háskólans Edinborg.

Lárus Þorvaldsson vélaverkfræðingur. Doktorsnemi við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands.

Silja Rán Sigurðardóttir fjármálaverkfræðingur.  Doktorsnemi við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Til meistaranáms, 500 þúsund krónur hver:

Bjarni Freyr Guðmundsson rafmagnsverkfræðingur.  Meistaranemi við rafmagnsverkfræðideild Danmarks Tekniske Universitet Lyngby í Danmörku.

Brita Kristina Berglund landfræðingur.  Meistaranemi við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri

Einar Ó Þorleifsson landfræðingur.  Meistaranemi við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

Elke Wald landslagsarkitekt.  Meistaranemi við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og starfar á Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Selfossi.

Grettir Heimisson stærðfræðingur.  Meistaranemi í tölfræði við raunvísindadeild Háskóla Íslands.

Gunnar Guðmundsson rafmagnsverkfræðingur. Meistaranemi í rafmagnsverkfræði við Danmarks Tekniske Universitet í Lyngby.

Hannes Arnórsson viðskiptafræðingur.  Meistaranemi við RES Orkuskólann á Akureyri í samstarfi við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.

Heiða Gehringer líffræðingur.  Meistaranemi við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands og starfar á Rannsókna- og fræðasetri Háskóla Íslands á Selfossi.

Hjörtur Brynjarsson byggingarverkfræðingur.  Meistaranemi við orkutæknideild Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.

Hrönn Brynjarsdóttir umhverfis- og orkufræðingur.  Meistaranemi við viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri.

Jóhannes Þorleiksson rafmagnsverkfræðingur.  Meistaranemi við upplýsingatækni- og rafmagnsverkfræðideild Eidesgenössische Technische Hochschule í Zürich í Sviss.

Kevin Franke umhverfisverkfræðingur.  Meistaranemi við umhverfis- og byggingarverkfræðideild Háskóla Íslands.

Magnea Magnúsdóttir líffræðingur.  Meistaranemi við umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti.

Mauricio Andrés Teke Millachine iðnaðarverkfræðingur.  Meistaranemi við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunar­fræði­deild Háskóla Íslands í samvinnu við verkfræðistofuna Verkís.

Minney Sigurðardóttir jarðfræðingur.  Meistaranemi við jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Ólöf Andrjesdóttir vélaverkfræðingur.  Meistaranemi við vélaverkfræðideild Eidesgenössische Technische Hochschule í Zürich í Sviss.

Páll Viggó Bjarnason byggingarverkfræðingur til meistaranáms við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.

Vigfús Arnar Jósefsson vélaverkfræðingur.  Meistaranemi við iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild Háskóla Íslands og orkutæknideild Kungliga Tekniska Högskolan í Stokkhólmi.

Styrkir til nýrra rannsóknarverkefna

Andri Stefánsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.  Uppruni og efnahvörf brennisteins í jarðhitakerfum. Styrkur að upphæð þrjár milljónir króna.

Árni Einarsson, Náttúrurannsóknastöðinni við Mývatn. Langtímarannsókn á þörungablóma í Mývatni. Styrkur að upphæð 2,6 milljónir króna.

Björn Erlingsson, Keilir. Miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs.  Hermir framleiðslu úr sjávarfallaorku fyrir landgrunn Íslands. Styrkur að upphæð 2,5 milljónir króna.

Einar Sveinbjörnsson, Veðurvaktin ehf.  Hita- og úrkomubreytingar áratuginn 2001-2010 og langtímaleitni sömu veðurþátta. Styrkur að upphæð 2,5 milljón króna.

Guðrún Marteinsdóttir, Háskóla Íslands.  Vistfræðileg tengsl ferskvatnsrennslis til sjávar og hrygningar og klaks þorsks. Styrkur að upphæð 2,5 milljón króna.

Ívar Örn Benediktsson, Háskóla Íslands, Jarðvísindastofnun.  Stærstu jökulgarðar á Íslandi - setgerð, bygging og myndun. Styrkur að upphæð 1,4 milljónir króna.

Jón Guðmundsson, líffræðingur. Frærækt níturbindandi plöntutegunda. Styrkur að upphæð 1,0 milljón króna.

Oddur Vilhelmsson, Háskólanum á Akureyri.  Örverulífríki Jökulsár á Fjöllum. Styrkur að upphæð 1,23 milljón króna.

Ragnar Sigbjörnsson, Rannsóknamiðstöð Háskóla Íslands á Selfossi.  Ground motion prediction equations for Europe and the Middle-East. Styrkur að upphæð 2 milljónir króna.

Yngvi Björnsson, Háskólanum í Reykjavík.  Nýjar aðferðir við mat á vinnslugetu vatnsaflsvirkjana. Styrkur að upphæð 2,5 milljónir króna.

Þröstur Þorsteinsson, Háskóla Íslands, Jarðvísindastofnun.  Botnskrið Brúarjökuls. Styrkur að upphæð 1,05 milljón króna.

Styrkir til framhalds í rannsóknarverkefnum:

Anders Schomacker, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.  Modem (Multi-temporal Digital Elevation Modelling and change quantification in Icelandic glacial sedimentary environments. Styrkur að upphæð 1,36 milljón króna.

Björn Kristinsson, Háskóla Íslands.  Metró. Gerð verður frumkönnun á gagnsemi jarðlestakerfa fyrir almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Styrkur að upphæð 1,5 milljón króna.

Brynhildur Bjarnadóttir, Skógrækt ríkisins.  Skógarkol: Mats- og vottunarkerfi fyrir kolefnisbindingu í íslenskum skógum. Styrkur að upphæð 2,0 milljónir króna.

Freysteinn Sigmundsson, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.  Crustal effects of Hálslón: Three-dimensional model of Earth response and crustal movements. Styrkur að upphæð 1,2 milljónir króna.

Guðrún A. Sævarsdóttir, Háskólanum í Reykjavík.  Eiginleikar tvífasa streymis gufu og vatns í jarðlögum. Styrkur að upphæð 3,0 milljónir króna.

Halldór Pálsson, Háskóli Íslands.  Mathematical modelling of energy flow in a geothermal reservoir. Styrkur að upphæð 1,5 milljónir króna.

Halldór G. Svavarsson, Háskólanum í Reykjavík.  Kísil-nanóvírar til notkunar í sólarhlöð. Styrkur að upphæð 1,8 milljónir króna.

Hrund Andradóttir, Háskóla Íslands.  Umhverfisrannsóknir í Lagarfljóti. Styrkur að upphæð 3,0 milljónir króna.

Sunna Ólafsdóttir Wallevik, Nýsköpunarmiðstöð Íslands.  Efniseiginleikar borholu­steypublandna með hliðsjón af þrýstings- og hitastigsbreytingum. Styrkur að upphæð 1,0 milljón króna.

Tómas Jóhannesson, Veðurstofu Íslands.  Mælingar á yfirborði og yfirborðsbreytingum íslenskra jökla með leysimælingum. Styrkur að upphæð 3,5 milljónir króna.

Þorsteinn E. Arnórsson, Hollvinafélagi Iðnaðarsafnsins á Akureyri.  Gefjunarstífla í Glerá: saga vatnsaflsnýtingar, orkumála og iðnaðar á Akureyri. Styrkur að upphæð 600 þúsund krónur.

Birt:
16. febrúar 2011
Höfundur:
Landsvirkjun
Uppruni:
Landsvirkjun
Tilvitnun:
Landsvirkjun „Orkurannsóknarsjóður Landsvirkjunar styrkir verkefni 22 háskólanema“, Náttúran.is: 16. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/16/orkurannsoknarsjodur-landsvirkjunar-styrkir-verkef/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: