Dekkin endast lengur og þú sparar eldsneyti ef loftþrýstingi í þeim er haldið réttum. Það borgar sig því að fylgjast reglulega með loftinu í dekkjunum. Hafið gjarnan loftið 10% yfir uppgefnum mörkum (ca. 0,2 bar yfir mörkum). Upplýsingar um kjörloftþrýsting í dekkjum bílsins eiga að vera í leiðbeiningabók bílsins. Gættu þess að réttur loftþrýstingur sé einnig í varadekkinu.

Það borgar sig að athuga dýpt munstursins á dekkjunum. Dþptin má ekki vera minni en 1,6 mm og helst ekki minni en 3,0 mm. Ef dekkin sléttast þá missir bíllinn gripið og akstursöryggið. Athugaðu líka hvort að dekkin slitna ójafnt. Það er hægt að skoða það með því að renna lófanum yfir yfirborð dekksins. Ef dekkið er misslitið þá borgar sig að fara með bílinn á dekkjaverkstæði.

Felgurnar verður að passa á þann hátt að þær séu lausar við drullu og skít. Það þarf einnig að hreinsa þær að innan og því þarf stundum að taka dekkin af til þess að hreinsa nógu vel. Þannig endast dekkin lengur.

Annað gott ráð felur í sér að rótera dekkjunum á bílnum reglulega eða á 5.000 til 10.000 km fresti. Það verður þó að passa sig á því að skipta bara á milli framdekkja og bara á milli afturdekkja. Þegar skipt er af sumardekkjum yfir á vetrardekk borgar sig að fara vel yfir dekkin og endurnýja þau ef þörf krefur.

Birt:
7. október 2009
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Dekk og felgur“, Náttúran.is: 7. október 2009 URL: http://nature.is/d/2007/04/10/dekk-og-felgur/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. apríl 2007
breytt: 7. október 2009

Skilaboð: