Það liggur fyrir að maðurinn nýtur náttúrunnar sér til heilsubótar þótt hann hafi ekki af henni neinn beinan hagrænan ávinning. Fallegir skýjabólstrar, fálki sem flýgur yfir, hljóðið í hrossagauknum, falleg grös. Allt er þetta til að gleðja andann og létta mönnum lund.

Því miður eru sumir sem líta á náttúruna sem stað þar sem þeir eigi að sýna hvað þeir séu sterkir og geta mikið. Þannig aka sumir á jeppum utan vega eða spæna upp göngustíga á vélhjólum. Slík umgengni við náttúruna lýsir sorglegri skammsýni og ákveðinni firringu þess manns sem er algjörlega mótaður af stórborgarumhverfi.

Ljósmynd: Loðvíðisbrum, Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
17. mars 2013
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Skemmtigildi náttúrunnar“, Náttúran.is: 17. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/skemmtigildi-nttrunnar/ [Skoðað:22. mars 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2007
breytt: 17. mars 2013

Skilaboð: