Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og eigendur Hoffells og Miðfells í sveitarfélaginu Hornafirðir undirrituðu í gær samning um friðlýsingu fjalllendis á jörðunum við Hoffellsjökul. Svæðið eru um 50 ferkílómetrar að stærð og verður hluti af Vatnajökulsþjóðgarði.

Landslag á svæðinu er stórbrotið og einkennist af lítt grónum fjöllum og grónum dölum. Birkiskógur með sérstæðu gróðurfari og mörgum sjaldgæfum fléttum og háplöntutegundum vex á svæðinu.

Markmiðið með friðun svæðisins er að vernda búsvæði fyrir margar sjaldgæfar fléttutegundir sem hafa takmarkaða útbreiðslu og nokkrar tegundir háplantna sem finnast á svæðinu. Með verndun þessara tegunda og búsvæða þeirra er stuðlað að því að tryggja viðhald líffræðilegrar fjölbreytin, sbr. 2010 markmið samningsins um líffræðilega fjölbreytni og evrópsku áætlunina um plöntuvernd 2008-2014. Jafnframt er svæðið verndað til útivistar.

Heimasíða Vatnajökulsþjóðgarðs.

Mynd: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra ásamt landeigendum Hoffells og Miðfells og fulltrúum Vatnajökulsþjóðgarðs.

Birt:
1. júlí 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Samningur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs“, Náttúran.is: 1. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/06/30/samningur-um-staekkun-vatnajokulsthjoogaros/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 30. júní 2009

Skilaboð: