Í Sesseljuhúsi að Sólheimum verða haldnir fræðslufundir um umhverfismál á hverjum laugardegi kl. 15:00 í allt sumar.

Einnig eru fjórar sýningar í gangi í húsinu. Í Pálsstofu er svokallað skógarherbergi, gert úr rusli sem til féll í eina viku á Sólheimum; sýningin Sjálfbær ferðamennska opnar formlega þann 11. júní og er unnin af nemum í ferðamálafræði við Háskóla Íslands; sýningin sjálfbærar byggingar sýnir þrjár mismunandi tegundir sjálfbærra bygginga, þ.á.m. Sesseljuhús og að lokum er það sýningin Hrein orka – betri heimur um sjálfbæra orkugjafa, en sú sýning hefur verið í húsinu frá árinu 2009.

Fræðslufundir Sesseljuhúss:

4. júní - Lífræn og lífefld ræktun: Gunnþór Guðfinnsson, garðyrkjufræðingur, heldur fyrirlestur um lífræna og lífeflda ræktun.

11. júní - Sjálfbær ferðaþjónusta: Rannveig Ólafsdóttir, dósent í ferðamálafræði við Háskóla Íslands heldur erindi um sjálfbæra ferðaþjónustu. Sýninin Sjálfbær ferðaþjónusta, unnin af nemendum í ferðamálafræði við Háskóla Íslands verður einnig opnuð formlega.

18. júní - Hagnýting íslenskra jurta: Einar Logi Einarsson, grasalæknir, fjallar um tínslu og vinnslu íslenskra jurta.

19. júní - Dagur hinna villtu blóma: Fræðsluganga um villt blóm í landi Sólheima í tilefni af samnorrænum degi hinna villtu blóma.

25. júní - Á réttri hillu: Árelía Eydís Guðmundsdóttir, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, fjallar um nýútkomna bók sína Á réttri hillu.

2. júlí - Fuglaskoðun: Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, heldur fyrirlestur og fer í fræðslugöngu um fugla í landi Sólheima.

9. júlí - Gæði íslensks vatns: Hrólfur Sigurðsson, matvælafræðingur og sérfræðingur hjá Matís, fjallar um gæði íslensks vatns.

16. júlí - Endurreisn birkiskóga á Íslandi: Hreinn Óskarsson, skógfræðingur, heldur fyrirlestur um endurreisn og uppgræðslu birkiskóga á Íslandi.

23. júlí - Ljósmyndanámskeið – náttúruljósmyndun: Pétur Thomsen, ljósmyndari kennir náttúru- og umhverfisljósmyndun. Á eftir verður ljósmyndamaraþon sem allir eru hvattir til að taka þátt í.

30. júlí - Rafsegulmengun í byggingum: Siiri Lomb, byggingavistfræðingur, heldur fyrirlestur um rafsegulmengun í byggingum af völdum raftækja, þráðlauss nets og gsm síma.

6. ágúst - Fiskar og veiði á Suðurlandi: Magnús Jóhannsson, fiskifræðingur, heldur fyrirlestur um fiska og veiði á vatnasvæði Þjórsár.

13. ágúst - Sveppatínsla: Michele Rebora, sveppaáhugamaður fjallar um tínslu og vinnslu íslenskra matsveppa.

Birt:
24. maí 2011
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Katrín Magnúsdóttir „Fræðslufundir í Sesseljuhúsi sumarið 2011“, Náttúran.is: 24. maí 2011 URL: http://nature.is/d/2011/05/24/fraedslufundir-i-sesseljuhusi-sumarid-2011/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: