Vínviður í gróðurhúsi Hildar HákonardótturVínviður vex víða í gróðurhúsum og skálum og gaman að sjá hann fyrst tútna og svo springa út á vorin. Stærstu blöðin má nota til að vefja utan um fyllingar, sem gjarnan mega vera úr soðnum korn-, bauna- eða grænmetisafgöngum. Fyllingin er sett á blöðin, þeim vafið utan um og raðað þétt saman í smurt eldfast fat og bakað í vel heitum ofni. Blöðin eru yfirleitt auðveld í meðförum og bögglarnir tolla vel ef þeir liggja þétt saman. Þeir gefa góðan keim og úr þessu verður óvenjulegur forréttur.

Bakaðir vínviðarlaufabögglar
Stærstu blöðin má nota til að vefja utan um fyllinga, sem gjarnan mega vera úr soðnum korn-, bauna- eða grænmetisafgöngum. Fyllingin er sett á blöðin, þeim vafið utan um og raðað þétt saman í smurt eldfast fat og bakað í vel heitum ofni. Blöðin eru yfirleitt auðveld í meðförum og bögglarnir tolla vel ef þeir liggja þétt saman. Þeir gefa góðan keim og úr þessu verður óvenjulegur forréttur.

Fæða guðanna
Frá Dolmadakiu í Grikklandi kemur uppskrift að fyllingu sem er vafin í vínviðarlauf og soðin. Á þessum rétti er gott að spreyta sig við sérstaklega hátíðleg tækifæri enda er hann talinn til þeirrar fæðu sem hæfi sjálfum guðunum. 3/4 bolli stutt hrísgrjón 1/4 bolli furuhnetur vorlaukur, graslaukur eða blaðlaukur fínt hakkaður væn teskeið af fínsaxaðri steinselju og önnur af dilli 1/4 bolli af rúsínum sem lagðar hafa verið í bleyti í hvítvíni (eða mysu) nokkra stund 1–2 sítrónur gott soð, má vera grænmetis- eða kjúklingasoð 3/4 bolli ólífuolía salt og pipar 30–40 falleg vínviðarblöð eru skoluð með sjóðandi vatni, þurrkuð og stilkarnir skornir frá. Blöðin eru lögð á borð með glanshliðina niður. Hluti af olíunni er hitaður í pönnu, laukur og steinselja sett þar í og látið meyrna. Síðan er bætt í hrísgrjónunum, dillinu, furuhnetunum, rúsínunum með víninu (mysunni) og nægum soðkrafti fyrir hrísgrjónin. Þetta er látið malla upp undir stundarfjórðung og kælt. Á miðju hvers vínviðarlaufs er sett 1 teskeið af kaldri hrísgrjónafyllingu. Endarnir eru brotnir inn og rúllað upp svo úr verði ílangir vafningar. Þeim er raðað þétt saman í pott. Dreifa skal olíu milli laga og yfir og bæta við meiri soðkrafti og sítrónusafa. Á þetta skal leggja létt farg (diskur er fínn) og sjóða síðan við vægan hita í 40 mínútur. Hella burt soðinu og bera fram með sítrónuberki (hann skiptir máli) og sykurlausri jógurt.

Úr Ætigarðinum - handbók grasnytjungsins, eftir Hildi Hákonardóttur. Bókin er fáanleg hér á Náttúrumarkaðinum.

Vínviður í gróðurhúsi Hildar Hákonardóttur í ágúst 2008. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
15. júlí 2014
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Vínviður“, Náttúran.is: 15. júlí 2014 URL: http://nature.is/d/2007/11/06/vnviur/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. nóvember 2007
breytt: 15. júlí 2014

Skilaboð: