Svandís Svavarsdóttir undirritaði í dag nýtt aðalskipulag Fljótsdalshéraðs fyrir árin 2008-2028, sem sveitarfélagið vann í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Alta. Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, segir undirbúning aðalskipulagsins hafa tekið langan tíma, enda hefðu lýðræðisleg vinnubrögð verið í hávegum höfð í skipulagsferlinu. Með ríku samráði við íbúa sveitarfélagsins hefði náðst skynsamleg lending í skipulagsmálum, sem vonandi muni tryggja að skipulagið lifi næstu 20 árin.

Svandís Svavarsdóttir fagnaði þessari nálgun sveitarfélagsins, enda væri gott aðalskipulag gífurlega mikilvægt til að þróa samfélag í átt til hagsældar. Í aðalskipulagi væri framtíðarsýn sveitarfélaga mótuð og því væri aðkoma almennings að skipulagsferlinu af hinu góða.

Mynd: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra og Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs undirria aðalskipulags Fljótsdalshéraðs. Umhverfisráðuneytið.

Birt:
21. desember 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Umhverfisráðherra undirritar aðalskipulag Fljótsdalshéraðs“, Náttúran.is: 21. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/21/umhverfisraoherra-undirritar-aoalskipulag-fljotsda/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: