Virðing fyrir lífinu er grundvallargildi í allri siðfræði og öllum trúarbrögðum. Jafnvel þeir sem ekki vilja kenna sig við nein trúarbrögð viðurkenna siðferðislegt gildi lífsins. Þróun lífsins snýst ekki einungis um samkeppni þeirra sem eru sterkastir. Þróun lífsins snýst ekki síður um skyldleika og bræðralag allra þeirra lífvera sem Jörðina byggja. Að viðurkenna skyldleika alls lífs á Jörðinni er fyrsta skrefið í átt til þeirrar visku sem einkennir flest trúarbrögð mannkyns. Hundurinn gæti rifið húsbónda sinn á hol, en í staðinn er hann félagi og vinur mannsins. Þannig öðlast maðurinn vald yfir náttúrunni ekki endilega með hráu valdi heldur ekki síður með lagni og kærleika. Mynd: Rauðsmári. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
16. apríl 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Gildi náttúrunnar sem lifandi heims“, Náttúran.is: 16. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/gildi-nttrunnar-sem-lifandi-heims/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. janúar 2009

Skilaboð: