Íslenskir friðarsinnar standa að blysför  niður Laugaveginn á Þorláksmessu.

Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17:45 og leggur gangan af stað stundvíslega klukkan 18:00. Fólk er hvatt til að mæta tímanlega. Friðargangan á Þorláksmessu er nú orðin fastur liður í jólaundirbúningi margra. Gangan í ár er sú tuttugasta og níunda röðinni. Að venju munu friðarhreyfingarnar selja kyndla á Hlemmi í upphafi göngunnar.

Í lok göngu verður efnt til fundar á Ingólfstorgi þar sem Birna Þórðardóttir framkvændastjóri Menningarfylgdar Birnu flytur ávarp en fundarstjóri er Lárus Páll Birgisson sjúkraliði.

Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar.

Ráðlegt er fyrir göngufólk að mæta tímanlega því gangan leggur af stað stundvíslega.

Friðargöngur verða einnig haldnar á Akureyri og á Ísafirði.

Nánari upplýsingar gefa:

Steinunn Þóra Árnadóttir  Sími: 690 2592/551 2592
Ingibjörg Haraldsdóttir Sími: 849 5273/552 8653

Friðarganga á Ísafirði verður með hefðbundnu sniði og hefst klukkan 18. Á Þorláksmessu.  Gengið verður frá Ísafjarðarkirkju niður á Silfurtorg.  Ræðumenn dagsins verða Peter Weiss forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða og Matthildur Helgadóttir og Jónudóttir.  Að auki verður tónlistar – og ljóðaflutningur.

Hin árlega Blysför í þágu friðar
verður gengin á Þorláksmessu á Akureyri (þriðjudag).
Gengið verður frá Samkomuhúsinu í Hafnarstræti kl. 20.00 og út á Ráðhústorg.

Hér má finna grein um friðargöngur sem birtist í jólablaði SFR

Samstarfshópur friðarhreyfinga:

Félag leikskólakennara.
Friðar- og mannréttindahópur BSRB
Friðar- og mannréttindanefnd Æskulþðssambands þjóðkirkjunnar
Menningar og friðarsamtökin MFÍK
SGI á Íslandi (Friðarhópur búddista)
Samtök hernaðarandstæðinga

Myndin er frá annarskonar blysför þ.e. blysför sveitunga Halldórs Laxness skömmu eftir að hann kom heim með Nóbelsverðlaunin.

 

Birt:
21. desember 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Friðargöngur“, Náttúran.is: 21. desember 2008 URL: http://nature.is/d/2008/12/21/frioargongur/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. desember 2008

Skilaboð: