Energy star
Energy star er upphaflega verkefni á vegum Umhverfisstofnun Bandaríkjanna (EPA) og var merkið fyst kynnt árið 1992. Í byrjun náði merkið aðallega yfir tölvur og tölvuskjái en hefur síðan þá þróast í að ná yfir öll helstu raftæki sem eru í notkun á skrifstofum og á heimili fólks. Markmiðið er að merkið eigi í framtíðinni að ná yfir öll raftæki eða annan orkusparandi búnað. Markmiðið á bak við merkið er að fyrirtæki þrói sparneytnari og sparneytnari raftæki. Því eru kröfurnar endurskoðaðar og gerðar strangari með reglulegu millibili. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Energy Star: www.energystar.gov

GEEA Label
GEEA stendur fyrir Group of Energy Efficient Applicances og er samstarf 8 evrópuríkja með það að markmiði að minnka orkunotkun í Evrópu. Þetta er ekki raunverulegt merki heldur eru settir fram ákveðnar kröfur um orkunotkun og síðan geta framleiðendur skráð sínar vörur á heimasíðu GEEA ef þeir uppfylla kröfurnar á bak við GEEA. Framleiðendur geta síðan sent upplýsingar um orkunotkun og að vörur þeirra uppfylli kröfur GEEA þegar vörur eru auglýstar eða afhentar. GEEA hefur sem markmið að vera fremst í þróuninni og að um 30% að markaðnum fyrir hverja vöru eigi að uppfylla kröfurnar á bak við GEEA. Þetta merki er nokkuð metnaðarfyllra en Energy star. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu GEEA: www.gealabel.org

Evrópska Orkumerkið
Evrópska orkumerkið byggir á tilskipun frá ESB og eru framleiðendur og seljendur frysti- og kæliskápa, uppþvotta- og þvottavéla ásamt þurrkurum og eldhúsofna skyldugir að merka merkja vörur sínar með þessu merki. Vörurnar geta fengi mismunandi bókstafi frá A til G sem lýsir orkunotkun þeirra. A er mest orkusparandi meðan G er orkufrekast. Fyrir frysti- og kæliskápa er búið að bæta við tveimur flokkum í viðbót A+ og A++ þar sem A++ er mest orkusparandi. Ágætis heimasíða sem skýrir út Evrópska orkumerkið er bresk síða frá Energy Saving Trust (EST) www.est.org.uk/myhome/efficientproducts/energylabel

Birt:
28. mars 2007
Höfundur:
Náttúran er
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran er „Orkumerki“, Náttúran.is: 28. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/28// [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. janúar 2008

Skilaboð: