Sveppir eru dularfullar lífverur og eiginlega þarf sveppatínslumaðurinn að komast í andlega snertingu við sveppina. Sveppir vaxa ekki bara si svona heldur í sambýli við annan gróður. Sveppir með svampbotni þykja bestir matsveppir hér á landi. Lerki- og furusveppir eru auðfundnastir og áhættuminnstir fyrir byrjendur og auðvelt að þekkja vaxtarstaði þeirra. Þegar nóg er af sveppum má henda stilk og svampbotni og nýta aðeins það besta. Steikið ferska í smjöri eða hafið í sósur og súpur.

Birt:
18. apríl 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Sveppir“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/16/sveppir/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. maí 2007
breytt: 20. maí 2014

Skilaboð: