Kitchen GardenersAlþjóðlegi eldhúsgarðsdagurinn er 22 ágúst. Hann var upphaflega andsvar við alþjóðlegum amerískum skyndibitadegi. Hvernig haldið er upp á eldhúsgarðsdaginn er æði misjafnt. Sumir kjósa opinberar uppákomur meðan aðrir vilja hitta vini eða vandamenn í görðum sínum og gera sér glaðan dag.

Hér koma þó nokkrar uppástungur um hvað hægt er að gera:

  • efna til eða fara í göngutúr um garða í nágrenninu
  • efna til sameiginlegrar máltíðar með grænmetisréttum
  • hafa smökkunarsamkeppni jarðarávaxta
  • halda uppskeruhátíð
  • hafa samkomu til styrktar málefni sem tengist gróðri í hverfinu
  • bjóða upp á kennslu í einhverju sem snertir matjurtaræktun
  • standa fyrir sameiginlegri máltíð með ákveðnu „tema"
  • standa fyrir uppákomu á garðyrkjubýli í ykkar nágrenni

Sjá nánar á alþjóðlega vef www.kitchengardeners.org og á facebook www.facebook.com/kitchengardeners?v=wall.

Sjá einnig Eldhúsgarðinn hér til vinstri á síðunni.

Birt:
20. ágúst 2010
Tilvitnun:
Hildur Hákonardóttir „Alþjóðlegi Eldhúsgarðsdagurinn er á sunnudaginn“, Náttúran.is: 20. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/20/althjodlegi-eldhusgardsdagurinn-er-sunnudaginn/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: