Að búa til gras-hausa getur verið skemmtilegt verkefni fyrir alla fjölskylduna. Þú þarft nælon sokka eða klipptar sokkabuxur, grasfræ, tóma dós t.d. skyrdós, potta- eða blómamold og skraut og liti til að skreyta með.

Þú lætur 3 tsk af grasfræum neðst í sokkinn, bætir svo við um 4-5 dl. af pottamold. Bintu svo fastan hnút fyrir ofan moldina og myndaðu kringlótt “höfuð” úr moldinni í sokknum. Komdu því svo vel fyrir í dósinni, þannig að það sé stöðugt.

Þú getur svo teiknað á höfuðið andlit eða notað límmiða og skraut til að gera hausinn fínann.

Vökva þarf höfuðið vel og regluglega og eftir nokkra daga byrjar að vaxa fallegt grænt gras-hár.

Ljósmyndir: Vala Smáradóttir

Birt:
25. mars 2013
Höfundur:
Vala Smáradóttir
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Gras-hausar - vorföndur“, Náttúran.is: 25. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/05/21/gras-hausar/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. maí 2007
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: