Hvernig væri að halda dagbók um fríið í sveitinni? Hvernig er veðrið, hvert er hitastigið, hvaða dýr sjáið þið, hvaða jurtir og blóm finnið þið, hvar farið þið um, sjáið þið læki, fjöll, ár, vötn, hraun eða fossa? Skrifið um hvernig upplifunin er og/eða teiknið það sem kemur í hugann og það sem fyrir augun ber. Að halda dagbók um ferðalagið getur verið persónulegt leyndarmál eða skemmtileg fjölskylduskemmtun. Bækurnar er svo hægt að geyma og njóta mun lengur en fríið stendur yfir.

Birt:
18. apríl 2010
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „Sveitaferð“, Náttúran.is: 18. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2007/05/17/sveitafer/ [Skoðað:16. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. maí 2007
breytt: 20. maí 2014

Skilaboð: