40 ár verða liðin frá sprengingu Miðkvíslarstíflu þ. 25. ágúst næstkomandi. Tímamótanna verður minnst og þeir heiðraðir sem þarna stóðu að verki á samkomu sem haldin verður þ. 25. ágúst n.k. og hefst kl. 18:00 í Helgey við Miðkvísl. Þar verður stutt fremur hátíðleg athöfn, kórsöngur, ávarp sprengjumanns og afhjúpaður minnisvarði um stíflurofið. Áætlað er að athöfnin taki um hálfa klukkustund og síðan er boðið til kaffisamsætis að sveitasið í Skjólbrekku þar sem ungir og gamlir hittast, rifja atburðinn upp og gleðjast saman. Gestum er velkomið að ávarpa samkomuna. Á þessa hátíðar- og baráttusamkomu eru allir velkomnir sem hafa áhuga á náttúruvernd og láta sig verndun Mývatns og Laxár varða.

Ljósmynd: Miðkvíslarrústir. Mynd fengin að láni á unsteinn.blogcentral.is.

Birt:
15. ágúst 2010
Tilvitnun:
Hjördís Finnbogadóttir „40 ár frá sprengingu Miðkvíslarstíflu“, Náttúran.is: 15. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/15/40-ar-fra-sprengingar-midkvislarstiflu/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: