Svandís Svavarsdóttir tók við embætti umhverfisráðherra í dag, sunnudaginn 10. maí 2009, af Kolbrúnu Halldórsdóttur sem gegnt hefur embættinu síðan 1. febrúar 2009.
Svandís var kosin alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna grænt framboð í Reykjavíkurkjördæmi Suður 25. apríl 2009.

Svandís er fædd 24. ágúst 1964. Eiginmaður Svandísar er Torfi Hjartarson lektor og eiga þau fjögur börn. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1983 og BA prófi í almennum málvísindum og íslensku frá Háskóla Íslands 1989 og stundaði MA-nám í íslenskri málfræði 1989-1993.

Svandís hefur m.a. starfað sem kennslustjóri í táknmálsfræði og táknmálstúlkun við Háskóla Íslands 1994-1998, hjá Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra við rannsóknir, ráðgjöf og stjórnun 1998-2005 og framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs 2005-2006.

Svandís hefur verið borgarfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs frá 2006.

Meðfylgjandi myndir er af því þegar Svandís tók við lyklum að ráðuneytinu úr hendi Kolbrúnar Halldórsdóttur í dag. Ljósmyn: Guðmundur Hörður Guðmundsson.
Birt:
10. maí 2009
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „Svandís Svavarsdóttir tekur við embætti umhverfisráðherra“, Náttúran.is: 10. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/10/svandis-svavarsdottir-tekur-vio-embaetti-umhverfis/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: