Ný skýrsla frá loftslagsnefnd Sameinuðu Þjóðanna (IPCC) kemst að þeirri niðurstöðu að mannkynið gæti dregið verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda ef beitt væri skynsamlegum stjórnmálalegum og tæknilegum lausnum.

Loftslagsbreytingar munu hreyfa við hverju einasta samfélagi á jörðinni og það er í höndum ríkisstjórna að grípa til aðgerða segir í skýrslu loftslagsnefndarinnar.

Loftslagsnefndin kemst að þeirri niðurstöðu að engin ein tæknileg lausn geti leyst málið. Nota verði allar hugsanlegar tæknilegar lausnir svosem sólarorku, jarðhita, ölduorku og vindorku. Auk þess skipti máli að leggja áherslu á vistvænan lífsstíl og sporna við gróðureyðingu og eyðimerkurmyndun.

Einnig skipti máli að taka koltvíoxíð út úr andrúmsloftinu þannig að kæla það niður í vökva og dæla því niður í jarðlög eða frysta það og koma koltvíoxíði niður á sjávarbotn. Þessar lausnir eru þó mjög dýrar og verða aldrei nema hluti af lausn vandans.

Sjá nánar á vef IPCC .

Birt:
11. maí 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Ný skýrsla um leiðir til að draga úr loftslagsbreytingum“, Náttúran.is: 11. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/11/n-skrsla-um-leiir-til-draga-r-loftslagsbreytingum/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: