Stofnun og starfsemi nýrra samtaka verður kynnt, í Þjóðminjasafni Íslands við Suðurgötu, föstudaginn 20. júní, 2008 kl. 14:00

Stutt ávörp flytja: Andri Snær Magnason rithöfundur, frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands, Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufræðingur og Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur.

Áhugafólk um náttúruauðæfi Íslands hefur um árabil unnið að stofnun sjóðs sem tæki að sér að styrkja endurheimt og viðhald náttúruauðlinda landsins. Sjóðurinn á sér ekki fyrirmyndir hér á landi, en erlendis eru til hliðstæðir sjóðir, oft samsarfsvettvangur einkaaðila, fyrirtækja og hins opinbera, sem vinna að verklegum framkvæmdum á sviði umhverfisverndar.

Dæmi um verkefni sem Auðlind hyggst styrkja eru endurheimt votlendis og viðhald arnarstofnarins. Þá getur Auðlind fest kaup á landi og gengist fyrir því að verndarkvaðir séu settar á land og hugsanlega endurselt landið með kvöðum. Að Auðlind standa nokkir áhugasamir einstaklingar sem eiga að baki ólíka reynslu í atvinnulífinu.

Meðal þeirra eru: Frú Vigdís Finnbogadóttir fv. forseti Íslands, Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og náttúrufræðingur, Orri Vigfússon formaður NASF Verndarsjóðs villtra laxastofna, Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur og prófessor, Jóhann Ísberg ljósmyndari, Þórólfur Árnason forstjóri SKÝRR, Andri Snær Magnason rithöfundur, María Ellingssen leikstjóri, Þóra Ellen Þórhallsdóttir prófessor, Ívar Kristjánsson fjármálastjóri CCP, Ragnhildur Sigurðardóttir vistfræðingur, Snorri Baldursson líffræðingur og Salvör Jónsdóttir skipulagsfræðingur – svo nokkrir séu nefndir.

Auðlind er sjálfseignarstofnun sem verður formlega stofnuð á fullveldisdaginn 1. desember 2008, samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá nr.19/1988. Einstaklingar, félög og fyrirtæki sem leggja sérstök framlög í sjóðinn, að lágmarki 10.000 kr., fyrir 1. desember 2008 geta orðið stofnendur Auðlindar. Skattskyldir lögaðilar og einstaklingar með rekstur geta dregið framlög til sjóðsins frá skattskyldum tekjum í samræmi við reglugerð 483/1994.

Kennitala AUÐLINDAR er: 580408-0440
Bankareikningur AUÐLINDAR er: 0325-13-301930
Nánari upplýsingar um AUÐLIND starfsemi hennar og stjórn verður að finna á vefsíðunni:
www.audlind.org

Birt:
19. júní 2008
Tilvitnun:
Ragnhildur Sigurðardóttir „Auðlind – Náttúrusjóður“, Náttúran.is: 19. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/19/auolind-natturusjoour/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. október 2011

Skilaboð: