Orð dagsins 20. maí 2008 

Nú hafa rúmlega 50 hótel og gistiheimilli í Þýskalandi, Austurríki og víðar fengið vottun sem lífræn hótel, en til þess að fá slíka vottun þurfa viðkomandi staðir að bjóða upp á lífrænan mat og drykk eingöngu, nema í sérstökum undantekningartilvikum, enda sé gestum þá gerð grein fyrir frávikunum. Einnig þarf að uppfylla aðrar kröfur um hótelreksturinn. Samtök lífrænna hótela voru stofnuð árið 2001, og hefur þeim síðan vaxið fiskur um hrygg jafnt og þétt. Vottunarstofur fyrir lífræna framleiðslu í viðkomandi löndum sjá um vottun hótelanna.
Lesið umfjöllun Grønn Hverdag í dag
og skoðið heimasíðu Bio-Hotels.

Birt:
20. maí 2008
Höfundur:
Stefán Gíslason
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Lífrænt vottuð hótel ná útbreyðslu“, Náttúran.is: 20. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/21/lifraent-vottuo-hotel-na-utbreyoslu/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. maí 2008

Skilaboð: