Iktsýki er sjálfsofnæmissjúkdómur sem er mun algengari hjá konum en körlum. Hún er ólík slitgigt að því leyti að margir liðir geta sýkst samtímis. Algengt er að samstæðir liðir t.d. báðir hnjáliðir, séu sýktir of stirðleiki og verkir eru yfirliett verstir að morgni. Oft hleypur mikil bólga í liðina og sýkingin getur borist milli liða. Iktsýki kemur fram í köstum en liggur niðri þess á milli Fólk getur þá orðið mjög sjúkt, fengið hita og þjáðst af blóðleysi. Orsakir iktsýki eru óljósar, þó er talið að sjúkdómurinn geti að einhverju leyti gegnið í erfðir. Fólk sem þjáist af iktsýki reynist oft hafa óþol gegn ákveðnum fæðutegundum. Erfitt er þó að segja til um það hvort fæðuóþolið sé orsök sjúkdómsins eða afleiðing hans.
Rétt mataræði er bráðnauðsynlegt í meðferð gigtar. Forðast skal allan mat sem eykur sýrumyndun í líkamanum, s.s. nauta- og svínakjöt, mjólkurmat, egg, edik og allan sýrðan mat. Forðist hvítan sykur, sterkt krydd og allan mat sem í er mikið af oxalsýru, t.d. rabarbara og jarðarber. Einnig er rett að smeiða hjá kaffi, svörtu tei, áfengi og hvers kyns aukefnum í mat. Gangið úr skuga um að ekki sé um fæðuóþol að ræða, en sé sú raunin verður að forðast viðkomandi fæðutegund. Glúten í korni virðist oft magna einkenni iktsýki. Borðið ferskan, heimatilbúinn mat og mikið af fersku grænmeti og rótarávöxtum, t.d. kartöflur, gulrætur og rófur. Drekkið heimalagaðan sítrónudrykk, því að sítrónur vinna gegn sýru í líkamanum og eru mjög hreinsandi.
Jurtir geta reynst áhrifaríkar gegn gigt. Þær fjarlægja sýru og eiturefni úr liðunum og slá á alla bólgu og verki. Erfitt er að lagfæra skemmda liði með jurtum en þær geta hamlað gegn frekari skemmdum af völdum gigtarinnar.

Dæmi um jurtalyfjablöndu gegn iktsýki

2 x víðir
2 x lakkrísrót
2 x birki
1 hjartafró
1 x sólblómahattur

Gegn gigt getur oft verið gagnlegt að nota bakstra með blóðörvandi og verkjadeyfandi jurtum, s.s. krossfífli, blóðbergi, eldpipar, rósmarín og garðablóðbergi.

Jurtir gegn hvers kyns gigt

Bólgueyðandi jurtir: t.d. víðir, lakkrísrót, mjaðurt, birki, blágresi, horblaðka og djöflakló.
Blóðhreinsandi jurtir: t.d. vallhumall, haugarfi, þrenningarfjóla og rauðberjalyng.
Taugastyrkjandi jurtir: t.d. úlfarunni, hafrar, garðabrúða, kamilla, jónsmessurunni og hjartafró.

Með fyrrnefndum jurtum er einni gott að nota jurtir sem styrkja ónæmiskerfið, t.d. sólblómahatt, hvítlauk og gulmöðru.
Ef blóðrás er treg má einnig bæta við eldpipar, rósmaríni eða engiferjurt.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Iktsýki“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/iktski/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: