Suðurgata verður einstefnugata fyrir akandi umferð til suðurs frá Kirkjugarðsstíg að Skothúsvegi en tvístefnugata fyrir hjólandi umferð. Þetta var samþykkti í umhverfis- og samgönguráði í vikunni. „Við vonum að þessi breyting bæti aðstæður fyrir gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur,“ segir Karl Sigurðsson formaður ráðsins og að einnig muni um leið draga úr umferðarhraða og hávaða.

Umhverfis- og samgöngusviði var falið að útfæra tillöguna með þeim orðum að hefta ekki gangandi umferð. Hjólandi umferð mun fara af gangstéttum yfir á götuna og veita gangandi um leið betra rými. Gatan er þröng um þessar mundir og vandasöm fyrir strætisvagna. Akstur stórra bifreiða er nú þegar bönnuð til norðurs. 30 km hámarkshraði er á þessum kafla Suðurgötunnar.

Samþykktin er liður í því að jafna aðstæður milli ferðavenja í Reykjavík og auðga borgina með fjölbreyttum samgöngum og mannlífi.

Birt:
2. september 2010
Tilvitnun:
Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur „Suðurgata grænkar“, Náttúran.is: 2. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/02/sudurgata-graenkar/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: