Í jurtaríkinu eru fjölmargar græðandi og barkandi jurtir. Barkand jurtir eru notaðar á minniháttar sár og skrámur til þess að flýta blóðstorknun og gróandi í sári. Flestar barkandi jurtir eru einnig græðandi og eru því notaðar jafnt á brunasár sem önnur sár.
Barkandi jurtir til útvortis nota eru m.a. ljónslappi, maríustakkur, kornsúra, hjartarfi, jakobsfífill, jarðarber, blágresi, lófótur, mýrasóley, lyfjagras, selgresi, burnirót, njóli, víðir og blóðkollur.

Græðandi jurtir til útvortis nota eru m.a. vallhumall, fagurfífill, morgunfrú, vatnsarfagras, sigurskúfur, undafífill, fjallagrös, litunarjafni, græðisúra, blákolla, kamilla, bjöllulilja, krossfífill, haugarfi, hóffífill, hárdepla og regnálmur. Einnig er gott að nota olíu úr djöflakló, en hana má þó einungis nota ef húðin er heil.

Ef sár gróa illa eða sýking hefur komist í þau er gott að nota sólblómahatt og hvítlauk, bæði með öðrum jurtum útvortis til þess að vinna á sýkingunni og eins til inntöku í því skyni að örva ónæmiskerfið.

Ljósmynd: Vallhumall, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
15. júní 2012
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Sár, skrámur og minniháttar brunasár“, Náttúran.is: 15. júní 2012 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/sr-skrmur-og-minnihttar-brunasr/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. apríl 2007
breytt: 15. júní 2012

Skilaboð: