Miðvikudaginn 8.september frá kl. 19:00 - 20:30 verður opinn umræðufundur í Brauðhúsinu Grimsbæ, Efstalandi 26,  fyrir alla áhugasama um samfélagslega ábyrga bankastarfssemi.

Tilefnið er að þrír norrænir bankar, danski Merkur bank, norski Cultura bank og Ekobanken frá Svíþjóð, fá Náttúru og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2010 og afhendingin fer fram í Reykjavík í byrjun nóvember.

Á fundinum í Brauðhúsinu verður fluttur stuttur inngangur þar sem farið verður yfir sögu bankanna, starf þeirra og stefnu.
Áhuginn á þessum bönkum og öðrum sambærilegum hefur aukist mikið í kjölfar fjármálakreppunnar.

Þriðjudaginn 2. nóvember munu fulltrúar bankanna koma fram á málþingi í Norræna húsinu.

Nánari upplýsingar veitir Sigfús Guðnason braudhus@isl.is.

Birt:
6. september 2010
Tilvitnun:
Sigfús Guðfinnsson „Samfélagsleg ábyrgð í bankastarfsemi“, Náttúran.is: 6. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/06/samfelagsleg-abyrgd-i-bankastarfsemi/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: