Jón Kristinsson arkitekt heldur fyrirlestur í Námu, Endurmenntun Háskóla Íslands, þriðjudaginn 7. september kl. 12:10.

Umræða um sjálfbærni er ofarlega á baugi þessa dagana. Mikilvægi bættrar orkunýtingar er liður í þá veru. Á köldum svæðum hérlendis er raforka notuð til húshitunar, rétt um 10% landsmanna býr á þessum svæðum. Með hækkandi orkuverði verður þessi málaflokkur æ mikilvægar.

Jón Kristinsson arkitekt hefur um áratguaskeið unnið við að bæta orkunýtingu við hitun og kælingu húsa og beitt til þess nýstárlegum aðferðum. Hann hefur náð umtalsverðum árangri á sínu sviði og haldið fyrirlestra víða um heim. Árið 1998 fékk hann Royal Dutch Shell verðlaunin fyrir sjálbærni í arkitektúr.

Jón Kristinsson var prófessor í arkitektúr og byggingaverkfræði við Tækniháskólann í Delft frá 1992-2001. Um áratugaskeið ráku hann og eiginkona hans einnig arkitektastofu í Deventer í Hollandi.

Birt:
6. september 2010
Höfundur:
Háskóli Íslands
Tilvitnun:
Háskóli Íslands „Heildarhönnun bygginga með tilliti til sjálfbærni“, Náttúran.is: 6. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/06/heildarhonnun-bygginga-med-tilliti-til-sjalfbaerni/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: