Nú hefur Elding bætt vetnisbíl í bílaflotann sinn en í síðastliðinni viku afhendu Íslensk NýOrka og Brimborg 10 efnaraflabíla af gerðinni Ford Fókus FCV. Þessir bílar hafa verið notaðir áður en Ford valdi Ísland til að ná hámarksnotkun á þessari kynslóð efnaraflabíla sinna. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, var viðstödd afhendinguna og nefndi að hið opinbera og sveitarfélög muni taka höndum saman til að hvetja fyrirtæki og almenning til að nýta innlenda orku í samgöngum á allra næstu mánuðum. Notkun vetnisbílsins er eitt skref í átt að visthæfari samgöngum hjá Eldingu.

Elding /Hvalaskoðun Reykjavik hefur tileinkað sér umhverfisstefnu í sínum rekstri frá árinu 2006 til að geta stuðlað að sjálfbærri uppbyggingu til framtíðar*. Eitt af markmiðum fyrirtækisins er að nota visthæfari samgöngutæki en Elding hefur verið þátttakandi í tilraunaverkefninu SMART H2 (Sustainable marine and road transport - hydrogen in Iceland) sem felur í sér notkun vetnis um borð í farþegaskipi og bifreiðum. 

Nánari upplýsingar um vetnisbílana er að finna á www.newenergy.is.

*Sjá nánar um Eldingu hér á Grænum síðum.

Birt:
1. febrúar 2010
Tilvitnun:
Eva María Þórarinsdóttir „Visthæfari Elding“, Náttúran.is: 1. febrúar 2010 URL: http://nature.is/d/2010/02/01/visthaefari-elding/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. febrúar 2010

Skilaboð: