Neytendasamtökin eru aðilar að Alþjóðasamtökum neytenda (Consumer International) ásamt 240 öðrum samtökum neytenda í samtals 115 löndum. Stefna Alþjóðasamtaka neytenda grundvallast á átta lágmarkskröfum sem um leið eru grundvöllur að starfi Neytendasamtakanna. Þessar kröfur eru:
 
  • Réttur til að fá notið grunný arfa
  • Réttur til öryggis
  • Réttur til upplýsinga
  • Réttur til að velja
  • Réttur til áheyrnar
  • Réttur til bóta
  • Réttur til fræðslu
  • Réttur til heilbrigðs umhverfis
Sá árangur sem náðst hefur í neytendastarfi á Íslandi byggist að verulegu leyti á starfi Neytendasamtakanna, enda hafa stjórnvöld hingað til ekki sýnt þessum málaflokki nægilegan áhuga. Flestar lagaumbætur á neytendasviði hafa orðið vegna alþjóðlegra skuldbindinga og þá ekki síst vegna Evrópusamrunans. Með því að skilja viðskiptaráðuneytið, sem fer með neytendamál, frá iðnaðarráðuneytinu og með tilkomu ný s viðskiptaráðherra er ástæða til að vona að ferskir vindar blási nú um neytendamálin. Fyrstu skref Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra lofa vissulega góðu og má nefna að þegar hafa verið samþykkt ný lög um innheimtustarfsemi. Þing Neytendasamtakanna fagnar þessum lögum, enda um að ræða gamalt baráttumál samtakanna. Auk þess liggur nú fyrir viðamikil skýrsla sem ráðherra lét vinna, „Ný sókn í neytendamálum – staða neytenda á Íslandi“. Miklu skiptir hvernig unnið verður úr þeirri skýrslu.
Birt:
28. september 2008
Höfundur:
Neytendasamtökin
Tilvitnun:
Neytendasamtökin „Stefna og áherslur Neytendasamtakanna 2008-2010“, Náttúran.is: 28. september 2008 URL: http://nature.is/d/2008/09/28/stefna-og-aherslur-neytendasamtakanna-2008-2010/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: