Náttúrufræðingurinn Ingvi Þorsteinsson fagnar um þessar mundir áttatíu ára afmæli. Ingvi hefur um áratuga skeið helgað störf sín gróðurvernd og landgræðslu og var hann m.a. einn af stofnendum Landverndar og sat þar lengi í stjórn. Ennfremur átti hann frumkvæði að stofnun Gróðurs fyrir fólk í landnámi Ingólfs. Þekktastur er Ingvi fyrir að hafa haft veg og vanda að kortlagningu gróðurs á Íslandi og Grænlandi. Margar greinar og rit um landgræðslu, gróðurvernd og önnur náttúruverndarmál liggja eftir Ingva. Náttúrufræðingurinn Ingvi hefur alla tíð sinnt sínum störfum af mikilli ástríðu og hefur hann öðrum fremur haft lag á að hrífa með sér fólk málstað náttúruverndar til framdráttar.

Til heiðurs þessum afkastamikla eldhuga standa Landvernd, Náttúrufræðistofnun, Landgræðslan, Landbúnaðarháskóli Íslands og Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs nú fyrir málþingi í Norræna húsinu á fimmtudag 29. apríl.
Þingið hefst kl. 14.00 á aðalfundi Gróðurs fyrir fólk. Klukkustund síðar kl. 15.05 hefst almenn dagskrá þar sem flutt verða erindi til heiðurs Ingva um gróðurrannsóknir og gróðurvernd.

Dagskrá málþingsins:

15:05 Hver er Ingvi Þorsteinsson? Björn Sigurbjörnsson
15:15 Gróðurrannsóknir Ólafur Arnalds
15:40 Gróðurkortagerðin Guðmundur Guðjónsson
16:00 Gróðurvernd Sveinn Runólfsson/Andrés Arnalds
16:20 Frjáls félagasamtök Árni Bragason
16:35 Umræður
17:00 Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra hefur síðasta orðið

Fundarstjóri Björn Sigurbjörnsson

Birt:
27. apríl 2010
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Eldhugi og náttúrufræðingur - málþing til heiðurs Ingva Þorsteinssyni áttræðum“, Náttúran.is: 27. apríl 2010 URL: http://nature.is/d/2010/04/27/eldhugi-og-natturufraedingur-malthing-til-heidurs-/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: