Þörungar

Þörungar lifa flestir í sjó eða vatni. Þeir eru ýmist sviflægir eða fastsitjandi. Svifþörungar mynda undirstöðu lífsins í sjónum og vaxa þar í gífurlegu magni, má þar nefna, kalkþörunga, kísilþörunga og skoruþörunga.
Í fjöru og á grunnsævi vaxa botnlægir þörungar. Um 250 tegundir eru þekktar við strendur Íslands. Flestar eru smávaxnar, stórar áberandi tegundir eru aðeins um 100. Þörungum er skipt í þrjá hópa eftir litarefnum, græný örunga, brúný örunga og rauðþörunga.

Græný örungar þurfa mest ljós og eru því efst í fjörunni, t.d. maríusvunta og grænhimna. Brúný örungar eru neðar í fjörunni, t.d. bóluþang og klóþang, beltisþari og hrossaþari. Rauðþörungarnir þurfa minna ljós og geta lifað á allt að 200 m dýpi. Þeir finnast líka ofar í fjörunni t.d. söl og purpurahimna.

Úr þörungum eru unnin efni sem notuð eru í matvæli, iðnað og lyfjagerð. Auk þess sem þeir eru víða notaðir óunnir til átu t.d. í Japan.

Beltisþari [Laminaria saccharina]

Lýsing: Stórar, aflangar, brúnar blöðkur sem sitja á stilk (þöngli) sem er festur við klöppina með greinóttum festusprotum (þöngulhaus). Lengd 0,5-2,0 m. Vex neðst í grþttum fjörum eða klapparfjörum.

Árstími: Beltisþarinn vex á vorin og er blaðkan fullvaxin í maí/júní.

Tínsla: Skorinn.

Meðferð: Þurrkaður strax eftir tínslu.

Ábendingar um ítarlegra efni: Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Fjörugrös [Chondrus crispus]

Lýsing: Dumbrauður eða svartar plöntur. Greinarnar sléttar. Vaxa neðst í fjöru.

Árstími: Allt árið.

Meðferð: Grösin skoluð þar til þau verða hvítleit. Þurrkuð.

Ábendingar um ítarlegra efni: Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Grænhimna [Monostroma gervillei]

Maríusvunta [Ulva lactuca]

Marglýja [Ulvaria obscura]

Lýsing: Þessar þrjár tegundir er erfitt að greina í sundur. Þær eru 10-30 cm háar og fagurgrænar. Vaxa um alla fjöru, mest neðst. Þessar tegundir ná oft miklum vexti við skolpræsi. Mikil gróska í þessum tegundum getur því bent til að fjaran sé menguð.

Árstími: Af marglþju og grænhimnu er mest á vorin, en maríusvuntu má finna allt árið.

Meðferð : Þvegnar og þurrkaðar ef ekki er ætlunin að nota þær strax.

Ábengingar um ítarlegra efni: Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Hrossaþari [Laminaria digitata]

Lýsing: Brúnn, 50-100 cm. Blaðkan er klofin í ræmur, stilkurinn hliðflatur og sveigjanlegur, blaðfóturinn fleyglaga. Hrossaþarinn er ekki talinn meðal bestu matþörunga.


Marinkjarni [Alaria esculenta]

Lýsing: Marinkjarni er einn til þrír metrar að lengd, gulbrúnn, eða brúnn áþekkur beltisþara í fljótu bragði en blaðkan er með greinilegum miðstreng.  Vex neðst í fjöru og í sjó einkum þar sem brimasamt er.

Árstími: Næringarríkastur á haustin.

Meðferð: Afvatnaður einn til tvo daga, síðan saxaður og þurrkaður.

Ábendingar um ítarlegra efni: Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Pupuruhimna [Porphyra umbilicalis]

Lýsing: Litur ljósbrúnn, dumbrauður eða rauðfjólublár, 5-15 cm í þvermál. Vex um alla fjöru.

Árstími: Mest á haustin og fyrri hluti vetrar.

Meðferð: Þurrkuð eða notuð fersk.

Sjóarhrís [Ahnfeltia plicata]

Lýsing: Sívalar, svartar, vírkenndar hríslur. Vaxa í fjörupollum og á grunnu vatni neðan fjöru.

Árstími: Allt árið

Meðferð: Hreinsa þarf greinarnar vel þegar hrísinu er safnað.Þurrkað.

Ábendingar um ítarlegra efni: Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Sjóarkræða [Gigartina stellata]

Lýsing: Líkjast fjörugrösum, nema hvað greinarnar eru rennulaga. Vex á svipuðum stöðum og oft saman neðst í fjöru. Sjóarkræðan þó fremur á brimasömum stöðum.

Árstími: Allt árið.

Meðferð: Skoluð þar til þau verða hvítleit, þurrkuð.

Ábendingar um ítarlegra efni: Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Skollaþvengur [Chorda filum]

Lýsing: Brúnn, ógreindur þráður, 40 cm – 2 m. Vex í fjörupollum, neðst í skjólsælum fjörum. Lóþvengur, sem er þakin brúnni ló, líkist skollaþveng.

Ábendingar um ítarlegra efni: Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Slafak [Enteromorphia intestinalis]

Lýsing: Grænt, 10-40 cm. Vex í alskyns fjörum.

Ábendingar um ítarlegra efni: Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Söl [Rhodymeniapalmata/Palmeriapalmata]

Lýsing: Rautt eða dökkrautt, oft nærri svart, þang sem vex á steinum í sjó. Flatvaxið og greint, 10-40 cm langt.

Árstími: Síðsumars og fram eftir hausti.

Tínsla: Sæta verður sjávarföllum til að komast að Sölvunum því þau vaxa neðan við miðja fjöru og koma lítið upp úr sjó.
Oftast er nauðsynlegt að vaða nokkuð djúpt við tínsluna ef ætlunin er að ná miklu magni í einu. Sölin eru reytt af steinum og klettum. Best er að tína í taupoka svo sjór geti runnið úr sölvunum jafn óðum og þau eru tínd.

Meðferð: Oft er nokkur sandur í sölvunum og er þá nauðsynlegt að skola þau. Steina, skeljar og aðrar tegundir af þangi verður að tína úr sölvunum. Þó eru takmörk fyrir því hve langt er hægt að ganga í að tína smæstu skeljarnar úr, eitthvað af þeim hlýtur alltaf að verða eftir. Sölin eru þurrkuð. Handhægt er að breiða þau á léreft úti í góðu veðri, en inni í vel loftræstu rými ef veður er rakt. Sölin eru tekin saman að kvöldi og breytt úr þeim aftur að morgni 2-4 sinnum. Sölvunum verður að snúa svo þau þorni og hrista þau vel. Of hröð þurrkun verður til þess að sölin harðna. Gott er að troða sölvunum þétt að þurrkun lokinni eða geyma undir fargi.
Hugmyndir eru um að þurrka söl í tromlu með blæstri og líklega er nauðsynlegt að hafa aðgang að slíkum útbúnaði ef um mjög mikið magn er að ræða.

Ábendingar um ítarlegra efni: Lúðvík Kristjánsson: Íslenskir sjávarhættir, fjörunytjar. Karl Gunnarsson: Íslenskir matþörungar, fjölrit.

Birt:
10. apríl 2007
Tilvitnun:
Erlingur Filippusson „Nýting villigróðurs - Þörungar“, Náttúran.is: 10. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/10/nting-villigrurs-rungar/ [Skoðað:23. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. maí 2010

Skilaboð: